Top Social

Gleðileg jól

December 27, 2014

Aðfangadagur jóla,
Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum af jólaborðinu okkar á aðfangadag...á miðju borðinu fékk þessi blómstrandi orkidea að standa, en hún átti það svo sannarlega skilið fyrir að vera svona hátíðleg og blómstra í fyrsta sinn í langann tíma, núna í desember.

Mér finst alltaf alveg óskaplega gaman að leggja á borðið og reyni að hafa það ekki alltaf eins, þó þar séu að sjálfsögðu vissir hlutir á sínum stað, eins og sparidúkurinn og leirtauið.

en núna var það silfur, gler, könglar og plöntur sem  príddi borðið og svo braut ég servietturnar í tvöfalda stjörnu, sem mér finst svo hátíðlegt og jólalegt brot og hef notað það amk einu sinni áður.

 Allir pakkarnir komnir undir tréð og búið að kveikja á kertum og allt orðið svo hátíðlegt og fínt,

við höfum matin svo á eldhúsborðinu og náum okkur í á diskana, 
svo að kertin og skreytingarnar fá að standa á borðinu allt borðhaldið. 


 Hátíðleg og notaleg stemning. 

í ár var næstum allur barnahópurinn hjá okkur á aðfangadag, í fyrsta sinn í nokkuð mörg ár,
svo það voru alveg sérstaklega gleðileg jól hjá mér í ár.

Ríkidæmið mitt. 
Amman með gullið sitt.

Litla ömmugullið átti kvöldið og alla athyglina skuldlaust. 

Aðventan bruninn niður og við eigum gleðileg jól í faðmi fjölskyldunnar. 


Með jólakveðju
Stína Sæm


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature