Top Social

Nágrennið í vetrarbúning

December 9, 2014
Ég gleðst alltaf innilega þegar það loks snjóar hér hjá okkur,
þá verður allt svo fallegt og bjart,

og svona lítur nú mitt nánast umhverfi út í dag,
 en þessar myndir tók ég bara hér í götunni hjá mér,
efstu húsin tvö á myndinni eru húsið mitt og sinar mins, 
sést vel hversu stutt er á milli okkar.

hér horfi ég svo yfir í hinn hluta gamla bæjarins hér í keflavík 


Eitt af þessum fallegu húsum sem rétt sluppu undan stórmensku hugmyndum góðærisins.
og er núna hluti af gisingu ABernhard B&B

Þessi er tekin af tröppunum hjá Madda mínum, ég er alltaf svo ánægð þegar húsið mitt er skreytt með jólasnjó af nátturunnar hendi.
Elska litlu gömlu húsin hér í götunni, finst þetta hvíta og bláa svo dásamlega krúttlegt,

og svo eru flottu hleðslurnar algjör dásemd með snjónum og gamla bænum til mikillar príði.

já þetta er nú mitt allra nánasta nágrenni eða réttara sagt bara tekið hér í götunni, 
En gamli bærinn hér í Keflavík er mikið meira en þetta og svo mikið af fallegum húsum og trjám og dásamlegri fegurð, 
Sjáið meira af gamla bænum hér .


Hafið það sem allra best
kær kveðja
Stína Sæm
4 comments on "Nágrennið í vetrarbúning"

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature