Top Social

á mánudagsmorgni

January 12, 2015

það er voðalega notalegt að sitja við eldhúsborðið á mánudagsmorgni,
með kaffibollann og kertaljós, horfa á snjóinn fyrir utan
og gera smá plan fyrir vikuna.

Er með góða dagbók sem ég nota til að rissa niður,
 ætla að búa mér til ljósmyndaáskorun fyrir hvern dag og gera létt drög að bloggpóstum vikunnar.
Er að reyna að vera smá skipulögð,
(sem virðist alltaf ganga best svona í byrjun árs)
 á deginum í dag er m.a. tannlækna tími,
og nokkur erindi niðrí bæ sem ég er alltaf að gleyma.
Doing well so far.

Eigið góðann dag og vonandi verður vikan full af góðum fyriheitum..
enda árið bara rétt að byrja ;)

kær kveðja 
Stína Sæm


4 comments on "á mánudagsmorgni"
 1. :) Mjög notalegt og heilsusamlegt líka :)

  ReplyDelete
 2. Kósí byrjun á deginum...og to do listarnir eru nú alltaf möst ;)

  ReplyDelete
  Replies
  1. já rosalega gott að gera to do lista, meiri líkur á að klára verkefni dagsins :)

   Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature