Top Social

Heklað afgangateppi úr léttlopa

January 14, 2015Ég ákvað að draga framm körfuna með lopa afgöngunum mínum í gær
og byrja að hekla hlítt afgangateppi úr léttlopanum.
 Það ætti líklega ekkert að koma á óvart að garnið er næstum allt í jarðlitum 
og tónar nokkuð vel saman.
 og í morgun var rosalega notalegt að sitja smá stund og hekla áður en ég kom mér í gang að gera eithvað  af viti, 
vandamálið var hinsvegar að slíta sig frá heklinu

 Svo Þegar ég stóð upp til að  ná mér í nýtt kaffi og búin að taka nokkrar myndir.
kom  í ljós að sætið mitt var upptekið

Prinsinn á heimilinu búinn að koma sér vel fyrir
 og kúrir með nýja verðandi teppið mitt.

Ég sýni svo myndir af teppinu þegar lengra er komið, 
eins og er, er ég bara rétt að ákveða litauppröðunina og læra á mynstrið.
En Loga mínum líst greinilega vel á það.

2 comments on "Heklað afgangateppi úr léttlopa"
  1. er líka að byrja á teppi úr afgöngum og sýnist það vera sama munstur og þú ert með, þetta er einmitt svo notalegt að byrja daginn á þessu :)

    Gangi þér vel með teppið og hlakka til að sjá myndir ;)

    ReplyDelete
  2. þakka þér fyrir fallegar myndir !!! elska kveðjur frá Angie frá Þýskalandi

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature