Top Social

Nýmálað sófaborð

February 12, 2015

Ég hef átt Míru sófaborð úti í skúr í .... ja nokkur ár núna,
og loks lét ég verða að því að mála það núna í vikunni.Borðið málaði ég hvítt og grátt með frábæru Milk paint málningunni og fékk svona gamla slitna áferð á það,
sem mér finst fara þessum húsgögnum svo vel.


Núna er gamli sjónvarpskápurinn minn komin með smá félagskap,
og þessum tveimur felögum semur bara mjög vel í stofunni hjá mér.


Ég á eftir að vaxa borðið en ég ætlaði aðeins að prufa það fyrst svona í tveimur litum og sjá til hvort ég vil hafa það svona eða alveg hvítt og jafnvel hvort mér finst það passa við sófann yfirhöfuð,
en það er bara svo gaman að breyta aðeins til.

Fyrir:

Hér er borðið áður, 
þið kannist nú við þessi borð er það ekki?
já og á þessari mynd sjáið þið inní leikherbergið mitt í kjallaranum, 
málað með grárri kalkmálningu...
Gráa skuggalega leikherbergið, 
þar sem ég plana að loka mig inni á næstunni, til að sinna minni ástíðu í lífinu.
Spannandi!


Eigið góðar stundir elskurnar
Kær kveðja 
Stína Sæm
1 comment on "Nýmálað sófaborð"

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature