Top Social

Teiknað um helgina

February 23, 2015

Ég tók við fb áskorun frá syni mínum um helgina um að teikna myndir og byrta daglega í 5 daga,
og þar sem ég hef lítið teiknað á fullorðinsárum.
þá tók það mig bara dálítinn tíma að ákveðja hvað myndefnið ætti að vera,
En svo dró ég fram litlu Amigurumi fígururnar sem ég heklaði fyrir ömmubarnið og ákvað að gera nokkrar barna myndir. 


Þannig að svona leit heimaskrifstofan mín út í gærkvöldi,
Krúttlegheitin alveg að taka yfir bloggaðstöðuna,
og ef ég verð frekar óvirk á netmiðlunum í vikunni þá vitiði hvað ég er að dunda við.

En það var nú gerð meira en bara að teikna um helgina,
litla ömmugullið gisti hjá ömmu og afa 
og svo gæddum við okkur að sjálfsögðu á girnilegu súkkulaði kökunni,
 þegar ég var loks búin að taka helling af myndum af henni og gera sunnudagsbloggpóst.
já það tekur stundum á að búa með bloggara.....
sérstaklega sem er að æfa sig að taka matarmyndir.
Sjáíð myndirnar hér ef þið kíktuð ekki í gær.Vonandi komið þið endurnærð eftir góða helgi
Eigið góða viku
kær kveðja 
Stína Sæm3 comments on "Teiknað um helgina"
 1. Hvor er det nogle smukke og dejlige tegninger.
  Virkelig fine.
  God fornøjelse med arbejdet :-)
  Mange hilsner fra Susan

  ReplyDelete
 2. Mjög flottar myndir.

  ReplyDelete
 3. Váá þú ert aldeilis hæfileikarík! Þessar dúllur eru æði, vil sko gjarnan sjá meira af teikningum eftir þig!!

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature