Top Social

Grænn drykkur á fallegum en köldum degi

March 10, 2015
Hér er allt á kafi í snjó í dag,
og ég hugsa til þess tíma þegar sólin baðaði pallinn í geislum sínum og ég fór út á pall með boostið mitt og settist við kofann til að sleikja morgunsólin, fletti blöðum og naut þess að finna hitan frá sólinni.


Núna bara bíð ég þolinmóð eftir heitari dögum og gleðst amk yfir því að græni drykkurinn minn verður kaldur og frískandi eftir útimyndatöku í fallegum en köldum snjónum.

og snjórinn er alveg einstaklega frískandi og falleg sviðsmynd,


og stólarnir við kofann þurfa að bíða aðeins lengur eftir morgunsólinni og notalegheitum

En þessi litli töffari er hæstánægður með snjóinn og kuldann og þefar ánægður upp í vindinn á þessum kalda degi.

Svo er bara að njóta þess að eiga frískandi og ískaldann grænan drykk þegar inn er komið.

Eigið góðann dag 
og munum bara að veturinn tekur enda og það kemur vor,
en í dag er fallegur nýfallinn snjór yfir öllu hér hjá mér og ég ætla bara að njóta þess.
kær kveðja 
Stina Sæm
4 comments on "Grænn drykkur á fallegum en köldum degi"
 1. Skemmtilegar andstæður! En sammála þér, reynum að njóta snjósins :-)

  ReplyDelete
  Replies
  1. já hann er amk fallegur og hægt að nota hann til að kæla hluti... svo finst mér snjórinn bragðast vel líka haha

   Delete
 2. Fallegar myndir, það styttist nú með hverjum deginum að hægt sé að njóta svona fallegra drykkja í sól og blíðu :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. já og mikið hlakkar mig til að setjast út á pall í sumar, þó ég geri ráð fyrir að nota peysur eða teppi til miðað við sumarspánna. En út skal ég setjast :)

   Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature