Top Social

A4 áskorun 2015

April 26, 2015
Ég er í skemmtilegum blogghóp á facebook þar sem skapandi konur, sem blogga um allt mögulegt, tóku áskorun frá A4 um að koma, velja föndurefni í verslun þeirra og gera svo bloggpóst um verkefnið okkar.
(linkar neðst í póstinum)
Að sjálfsögðu tók ég þessari frábæru áskorun 
og hér kemur loksins mitt framlag;

Úrvalið er ótrúlega mikið í verslunum A4 og valið sko ekki auðvelt, ég endaði því með efni í tvö verkefni.
Ég valdi snæri og trékúlur í blómahengi sem ég ætla að sýna ykkur á morgun....

Svo valdi ég líka efni í heklaðar fígúrur sem ég hef átt uppskriftina af lengi en ekki fundið rétta garnið í hingað til. 
Uppskriftin er frá Lilleliis og er af þremur krúttum: kanínu, bangsa og hundi. 
Fyrir valinu varð Dale Freestyle, ullargarn sem má þvo í vel og fallegt efni og dásamlegar bleikar og grænar tölur frá Tilda. 
Úrvalið af Tilda-efninu er alveg ómótstæðilegt og svo er hægt að fá  borða í stíl líka.  Alveg tilvalið til að skreyta svona krútt með. (þið getið skoðað úrvalið hér)

Ég valdi milda brúna og bláa tóna af efni frá Tilda í bangsann og hundinn. En ég á eithvað af efni og borðum, frá Tilda líka, hér heima, í bleikum og grænum litum sem ég ætlaði að nota í kanínuna.  En svo þegar krúttkanínan var að mótast langði mig bara að nota efnið sem ég valdi í þessari ferð 
(það sem ég átti fyrir var í allt of skærum litum fyrir þessa elsku) 
þið vitið hvernig það er með svona lítil krútt, þegar þau koma loks í ljós sjáum við bara hvað fer þeim og hvað ekki. 

Hér eru þau svo tilbúin, bangsinn og kanínan,
komin úti kofa í myndatöku, með nýja heklaða trefla og hún skreytt með fallegu bleiku tölunni.
Þau eru mun stærri en þau krútt sem ég hef hingað til gert og því þurfti ég grófara garn en ég nota venjulega í litlu krúttin og stærri nál. Dale garnið henntar ótrúlega vel og mér finst liturinn æði.

Hér koma svo fullt af myndum af parinu úti í kofa,
enda finst mér þau myndarleg með eindæmum.
og uppskriftina fáið þið hér;
lilleliis.com


Hér sjáum við kanínuna á hlið,


og svo vangasvipinn á bangsanum.

Bangsinn fékk svo svona fallegann borða um hálsinn líka...
svona spariföt.


og svo heklaði ég svona fallega rós fyrir kanínuna..
hún þarf líka svona spari.

Krúttparið að aftan... 
sjáið hvað þeim langar niður á gólf að leika.


Mér finst efnið með svona fínu munstri og mildum litum gera þessa bangsa svo margalt fallegri og hlakka til að ná mér í ný efni og gera fleyri svona.Já, já er þetta ekki bara orðið gott?
 sýnist þau vera orðin hálf feimin af þessu öllu saman.

og vonandi eruð þið ekki búin að missa alla athyglina því þetta er ekki alveg búið.


Kíkið yfir á A4 hannyrðir og föndur á facebook, skellið læki á  síðuna þeirra og skoðið áskorunina hjá öllum hinum bloggurunum.
Það eru 10 aðrar frábærar og fjölbreyttar bloggsíður sem tóku þessari áskorun og þeirra verkefni hafa öll verið jafn frábær og fjölbreytt og þau eru mörg.  
Já það hefur verið ótrúlega gaman að sjá hvað hefur komið út úr þessu hjá þeim öllum og það ættu allir að finna eithvað sniðugt við sitt hæfi.

Bloggin sem taka þátt eru:
Rósir og rjómi

Kær kveðja
Stína Sæm

6 comments on "A4 áskorun 2015"
 1. Jessú minn hvað þetta er fallegt hjá þér Stína mín :)

  ReplyDelete
 2. Ekkert smá krúttleg kríli hjá þér :)

  ReplyDelete
 3. Replies
  1. já Karen og eiginlega ættu öll lítil krútt að eiga svona :) Ég amk stóðst það ekki að gera þessi

   Delete
 4. Þessi eru nokkrum númerum of sæt! Mikð væri ég til í að kunna að hekla svona fínerí! - kannski einn daginn

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk Þórlaug. þessi krútt eru alveg gild ástæða til að læra að hekla ;)

   Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature