Top Social

Á laugardagsmorgni

June 20, 2015

 Ég er loks búin að fá mér langþráða nýja linsu á myndavelina mína svo nú fer ég aftur að þreifa mig áfram og æfa mig að taka myndir á stórustelpu myndavelina.
Notaði þess vegna tækifærið og myndaði ömmugullið mitt eldsnemma í morgun, 
með úfið hárið og leifar af grautnum í andlitinu.

Hún var svo hissa á þessu uppátæki ömmunar, enda öllu vanari símum á lofti en þessu apparati, að hún bara stóð og starði alvarleg í velina,
svo útkoman var nokkuð skemmtileg.


Við Íris Lind bjóðum ykkur góðan daginn 
og vonum að þið hafið það sem allra best um helgina.
Með kveðju
Amma Stína
4 comments on "Á laugardagsmorgni"
 1. Mætti ég spyrja hvernig linsu þú keyptir og hvernig myndavél þú ert með :)?

  ReplyDelete
 2. Flottar myndir hjá þér mín kæra :)

  Sama spurning hérna megin...hvernig linsu varstu að fá þér? Ég fékk í haust nýja Canon 700d og er að læra á hana...ekki ennþá búin að fá mér flotta linsu.

  ReplyDelete
 3. Flottar myndir :) ég spyr eins og hinar hvernig linsu fékkstu þér ?
  Kv. Halla

  ReplyDelete
 4. ég er með frekar gamla Canon rebel sem ég er bara að læra á núna nýlega (nota annað en auto) og var að fá mér f1/8 50mm linsu. sem er svo góð í svona nærmyndir og matarmyndir ofl þar sem hægt er að hafa mjög þröngann fókuspunkt.

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature