Top Social

Kaffihúsið Hendur í höfn

June 5, 2015
Um páskana fórum við hjónin á alveg dásamlegt kaffihús á Þorlákshöfn og ég tók alveg heilann helling af myndum, enda kaffihúsið algjört augnkonfekt, með fallegum smáatriðum við hvert sjónarhorn og allstaðar hugað að krúttlegheitunum.
 En svo kláraði ég ekki að fara í gegnum myndirnar á sínum tíma og var að finna þær aftur núna.
Svo ég ætla loksins að bjóða ykkur með á kaffhúsið Hendur í höfn.
Betra er seint en aldrei,
 segir máltækið og það á svo sannarlega vel við hér.Hér koma svo fullt af myndum af þessu fallega kaffihúsi:


Við hjónin þökkuðum vel fyrir okkur, kakan og kaffið rann ljúflega niður, enda ekki annað hægt í svona fallegum umbúðum.
En ég get lofað því að veitingarnar voru fallegar, spennandi og óó svo ljúffengar.

Hendur í Höfn
Unubakki 10
Þorlákshöfn

sími: 8483389 / 4833440
hendurihofn.is
.facebook.com/Hendurihofnkaffihus

Eigið góða helgi
kær kveðja
Stína Sæm


Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
1 comment on "Kaffihúsið Hendur í höfn"
  1. Vá algjör draumur þetta sæta kaffihús og allt svo girnilgt og myndirnar þínar svo fallegar knús Sif

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature