Top Social

útskriftar-garðveisla hjá kærri vinkonu

June 26, 2015
 Um síðustu helgi fórum við hjónin, 
eins og svo margir aðrir þessa helgi, í útskriftarveislu,

Kær vinkona mín,  Lisbet var að klára sitt nám og bauð í skemmtilegt garðpartý,
hún klíkkar nú ekki á skipulaginu hún Lísa og passaði uppá að veðrið væri gott í veislunni


 í byrjun var boðið upp á sól með köflum en svo var nóg af teppum til að dreifa svo að hægt var að sitja úti langt fram eftir, á dásamlegu Íslensku sumarköldi.

 Lisa vinkona er mikill fagurkeri, með einstakt auga fyrir smáatriðunum og nostrar við heimili sitt og umhverfi þannig að það er algjör unun að koma til hennar,
Þaðer mikil listakona þarna á ferð og garðveislan var þar engin undantekning, en falleg smáatriðin voru allsstaðar, enginn íburður eða miklar skreytingar, bara heimilislegt og notalegt, eins og þessar krukkur í bakka úr vínkassa, sem voru á borðinu..... dásemd.
svo ég gat smellt af þar sem ég sat, svo lítið bæri á....
eða þannig.

Vínkassar settu skemmtilegan svip á partýið, eins og sést hér.
Einn gesturinn kom svo með þennann undurfallega blómvönd, 
bara blóm úr garðinum, svo villt og fallegt.


 ohh ég elska svona blómvendi,
finst þeir lang fallegastir.


Grillið klárt
Sumir drukku hvítt úr alvöru kristal, og það rann ljúflega niður eins og sést, 
en ég stóðst ekki að smella þessari af um leið og ég myndaði mömmu og mágkonu Lísu.
En það þyrfti nú að fylla á glasið finst mér.

 eðal dömur

Notaleg kvöldsund með góðu fólki,
þessi er tekið snemma um kvöldið... áður en allir voru pakkaðir inn í teppi.
Ég þakka Lísu og Svenna fyrir frábært boð,
þau eru höfðingjar heim að sækja
og svo eru þau bara svo frábærlega skemmtileg.
Svona útipartý stendur uppúr, svo fallegt, skemmtilegt og eftirminnilegt.
Munum að njóta sumarsins.

Kær kveðja 
Stína Sæm

Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature