Top Social

hjá MixMis Reykjavík

July 8, 2015
Þetta er svona mig langar í..... póstur.

Ég kíkti um daginn á opið hús hjá Mixmix í Reykjavík og hitti þar hina heillandi Clair, sem tók vel á móti mér á fallegu heimili sínu, sýndi mér vörurnar sinar og sagði mér frá þeim,
Allt hefur sína sögu og er valið af kostgæfni, með tengingu í menningu og handverk hvaðanæva að úr heiminum.  


Eftir heimsóknina fór ég inná pinboard MixMix Reykjavík og valdi þar nokkrar myndir til að deila með ykkur í dag, bæði inspiration í Mixmix anda og fallegar myndir af nokrum vörum frá þeim.
En fallegar luktir og mynstraðir bakkar í Marokkóstíl, taupokar og ilmkerti skapar heillandi mixmix stemningu á heimlinuMarokko inspiration í Mixmix stíl


Dásamleg mixmix inspiration.Taupokarnir fást svo í nokkrum stærðum og heilla mig alveg ofsaleg, hvort sem er utanum blómapottinn eða pínulitlir td fyrir kryddið uppá borði.

Töff fyrir listamanninn.

Brúðkaupsglösin eru algjör dásemd 


og ljósin og lamparnir.....
ójá algjört æði.


Haman handklæði og falleg skál frá Ottomaia með ilmjurtapokum....
ummmmm


Haman handklæðin finst mér algjör dásemd..... 
(eins og allt saman,  þarf að passa að ofnota ekki dásemdarorðið í svona bloggpósti)

Mig langar í svona lítið handklæði í eldhúsið,
finst það alveg hrikalega smart.


og svo inná bað auðvitað, en þau eru víst rosalega vinsæl og góð að vefja um sig áður en farið er í pottinn eða sauna.... ég á hvorugt en finst þau samt bara svoooo flott.

ekki er verra að eiga svona fallegar sápur á bandi, 

handklæðin er svo hægt að nota sem borðdúk

eða á ströndina,
ég þekki það af eigin raun og það er ekkert betra en að liggja á svona stórum, þunnum og slettofnum handklæðum á ströndinni.


svo fallegt.


já og var ég ekki búin að nefna margnota pokana?


Ég fann allar myndirnar á pinterest.com/mixmixreykjavik
En kíkið á vöruúrvalið á mixmixreykjavik.com

En hafið það nú sem allra best í dag
Kær kveðja
Stína Sæm


Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature