Top Social

Í Eden í Hveragerði

July 16, 2015
Muniði þegar við kíktum á Blóm í bæ í Hveragerði í Júni? 

Þegar feðgarnir gleymdu sér aðeins á bókamarkaði,
ákvað ég að athuga hvað væri þar sem Eden var...
og viti menn þarna standa rústirnar enn, myndskreyttar og stórbrotnar og mynda ótrúlega kontrast við fallega nátturuni í baksýn og gróðurhúsin sem minna á það sem áður var.
Þarna er enn hægt að sjá hvernig allt var, að minnsta kosti varð það allt ljóslifandi fyrir mér og ég gekk um versluninna, gat næstum snert á lopapeysunum, rölti inn í gróðurúsið og mundi eftir öllum plöntunum og stóra bananatrénu. Veitingastaðurinn, ísinn, allt lifnaði það við þegar ég gekk um hellurnar og flísalögð gólfin.


Aparnir taka á móti okkur við innganginn,


 Magnað samspil nátturu og myndskreyttra rústana var heillandi myndefni 
og hér koma mín sjónarhorn frá Eden í Hveragerði sumarið 2015:Vonandi höfðuð þið gaman að þessum pínu öðruvísi pósti og sjáið líka fegurðina í þessum gömlu rústum sem voanndi fá að vera þarna um ókomna tíð.

Edit: Listamaðurinn Örvar Árdal á heiðurinn af þessum stórkostlegu listaverkum í Eden. Eigið góðann dag,
Kær kveðja
Stína Sæm


Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
2 comments on "Í Eden í Hveragerði"
  1. I love seeing this. Thank you for sharing.

    ReplyDelete
  2. Listamaðurinn sem á heiðurinn af þessum myndskreytingum heitir Örvar Árdal.

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature