Top Social

göngutúr á Esjunni

August 20, 2015
Ég er sko rosalega lítið í útivist þessa daga, hef ekki farið í ræktina síðan ég fór í sumarfrí þarsíðasta sumar, 
er hætt að hlaupa og útivist sumarsins hefur verið hér innan lóðarmarka við garðvinnu.
Á þriðjudaginn fékk ég svo skilaboð frá systur minni um að hún væri að fara NÚNA á Esjuna og hvort ég vildi koma með.
Esjuna!!.... er það ekki fjall?
Ég var sko heima að taka myndir af pallinum mínum (sjá blogpóst í gær) og ætlaði bara að kíkja yfir myndir og blogga og svona, hafa það bara huggó og kanski vökva!

En ég vissi ekki einu sinni um skóna mína, 
miðað við samfelagsmiðla þá fara allir Esjuna, fólk skokkar þetta eftir vinnu, með krakkana, 
bara eins og að skreppa í bónus.
ég meina... fer maður samt nokkuð Esjuna á sandölum?
En ég fann skó og skellti vatni á brúsa og dreif mig með,
sá sko ekki eftir því enda eigum við fallegsta land í heimi og ég kann alveg að njóta nátturunar okkar


 og stelpurnar höfðu orð á þvi að við fengum líklega nóg af pásum þar sem ég þurfti að taka myndir af  hverri lækjarsprænu og gróðri á leiðinni, 

en nátturan við Esjubotninn er dásamleg og svo tekur stórfenglegt útsýnið við þegar ofar kemur, 

en því miður varð síminn minn batteríslaus, 
svo myndirnar mínar eru bara af neðstu metrunum.

Lækir í íslenskri nátturu heilla mig alveg ofboðslega, það er eithvað svo magnað en þó svo róandi að sjá tært vatnið liðast niður grjótið og gróðurinn sem vex með hliðunum. 

listaverk nátturunnar í sinni fallegustu mynd.


Göngufelagarnir, litla systir mín og vinkona

Við systurnar.
Ég fékk svo lánaðar myndir hjá stelpunum af útsýninu af topnum,
svo það sé nú á hreinu að ég rölti ekki bara um Esjuhlíðina og tók myndir.


og að sjálfsögðu var tekin ein selfie
sem fær að fljóta með uppá stemninguna.

Njótið dagsins.

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature