Top Social

Hversdags á mánudegi

August 10, 2015
Jæja þá er ný vika byrjuð,


lifið er að detta í sínar venjulegu skorður 
og ég sit  með tölvuna og kíki aðeins yfir bloggið, 


Það er amk orðið langt síðan ég hef setið á mánudagsmorgni með kaffibollann og tölvuna og unnið með bloggið og myndir.Kanski er það blómvöndurinn sem stendur á eldhúsborðinu sem vakti mig aðeins til lífsins og ég dró fram myndavelina og tölvuna,

En um helgina rölti ég hér um hverfið með klippur
og náði mér í villt og afskiptalaus blóm í  þennann sumarlega blómvönd....sem stendur á eldhúsborðinu og býður góðan daginn og minnir á að sumarið er langt í frá búið,ég byrjaði þessa viku amk vel því litla ömmugullið gisti hér og fór spennt og ákveðin á leikslólan í morgun, en hjá henni er leikslóla gangan rétt að hefjast, er enn í aðlögun.
Amman myndaði litla gullið þegar hún stóð tilbúin við útidyrnar og boraði í nefið, ekta lítil leikskólastelpa..... 
myndirnar hinsvegar tókust ekki.... ég bara finn þær ekki...
en það er allt í lagi, daguinn byrjaði vel, með loforð um nýja byrjun og góða tíma.

Vonandi eigið við góða viku,
og allir að verða endurnærðir og úthvíldir.
Eigið góðann mánudag.

kær kveðja 
Stina sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
2 comments on "Hversdags á mánudegi"
 1. Your flowers and home are beautiful xo

  ReplyDelete
  Replies
  1. Thank you. I did just pick the flowers in my nghbourhood and they are still standing strong. Love them

   Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature