Top Social

Döðlukakan mín á sætum sunnudegi

September 13, 2015
Nú er komið að haust-tiltektinni í sjálfri mér,
hreint mataræði og ekkert drasl....þetta er svona dæmigert á haustin... og janúar,
 þá blöskrar mér draslið sem ég er að láta ofaní mig og tek smá hreinsun,
Nú er ég td að trappa mig niður í bara einn eða tvo kaffibolla á dag,
sleppi sykrinum, mjólkurvörum og fleiru um tíma,
en nýt þess að taka inn allt þetta góða og holla,


En það þarf að næra sykurpúkann um helgar... bara smá.
Svo ég gerði þessa dásemdar Döðluköku (sem ég deildi uppskriftinni af hér)
og bauð mér upp á hana með seinni kaffibolla dagsins...

og ómæ hvað hún er góð,
algjört dekur á svona dögum
 og svo er kaffið sötrað af þvílíkum unaði... 
enda seinni bollinn í dag!!
Eins gott að njótans.

En mér finst alltaf jafn gaman að taka pínu á þessum málum,
verð svo ánægð þegar  heilsu-hugsjónin tekur völdin og býður rusl og sykurkpúkanum byrgin..
vildi bara að þessi hugsjón yrði að varanlegum lífstíl en ekki reglulegri árstíðartiltekt.

En vonandi hafið þið öll átt góða helgi og eruð til í nýja viku.
Takk innilega fyrir innlitið.
Kær kveðja,
Stína Sæm

ps: Eruð þið ekki annars alveg örugglega að fylgjast með Svo margt fallegt á facebook og Instagram?
Þar deili ég ýmsu sem ekki fer á bloggið 
eins og td framkvæmdum í skúrnum og nýrri vinnustofu sem þar er í fæðingu ;)Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
1 comment on "Döðlukakan mín á sætum sunnudegi"
  1. Girnileg kaka, kannast við þessa tilfinningu og þarf einmitt að fara að taka aðeins til í mataræðinu ;)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature