Top Social

Eldhús moodboard

October 28, 2015
Ég er fyrir löngu komin með leið á eldhúsinu mínu og þegar nýjasti Ikea bæklingur kom út gerði ég svona lítið Ikea eldhús moodboard,


ég krotaði hringi og merkti við það sem freistaði mín mest,


og svo sat ég með bæklingin og litaprufur og planaði nýtt og fallegra eldhús...
eikarlistarnir með þessum græna lit var svo löngu farið að fara í mínar allra fínustu, (alveg neglurákritartöflu hrollur) 
og þar að auki voru tækin alveg við það að gefast upp og virkuðu bara að hluta til og höldurnar áttu það til að detta af skápunum við álag, brunablettur á borðplötunni og....
já svo það tókst að sannfæra eiginmanninn um að það væri nauðsynlegt að mála skápana.Flísarnar skyldu fá að halda sér og yrðu svona ríkjandi punktur í eldhúsinu, 
ég fór svo til strákana í Flugger í Keflavík og valdi ljósgrá/grænann lit á skápana og í skúrnum er ég með borð og stóla sem ég er að mála með svartri milk paint, svo þeir minna mig á svona rustic kaffihúsa stemningu.

Með þetta í huga skunduðum við hjónin svo í Ikea
 og hér er innkaupalistinn í myndum:Við völdum dökku tækin, með þessu gamla útliti að sjálfsögðu, bara ódýra plast borðplötu með rustic viðarlúkki, hvítann vask og svört blöndunartæki og höldur. svo svarta slá, til að frúin geti hengt hitt og þetta upp um allt, til að skreyta, enda dugar borðplássið ekki til.

Svo var hafist handa við að tæma skápa og skúffur, rífa burt það sem átti að endurnýja og byrja að mála, veggirnir verða líka málaðir hvítir en þeir hafa verið í þessum grágræna tón, sem núna er komin á skápana í staðinn. 
Eldhúsið er nú óðum að taka á sig nýja mynd og það verður gaman að sýna ykkur  eftir breytingar,
 en þangað til er nóg að gera og húsið í rúst... ég meina hvað var ekki í þessum skápum!?

En nú er ég farin í "eldhúsverkin" bloggið búið að fá nóga athygli í bili.
þar til næst...
hafið það sem allra best.
Kær kveðja
Stína Sæm.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature