Top Social

Eftir eldhúsverkin

November 28, 2015

Það er tvennt sem mér finst algjör nauðsyn í eldhúsið,
svona til að slá lokahnikkinn í eldhúsverkin.....


og það er ilmandi handsápa...
Eins og þessi Olivu sápa frá Savon de marselle


og mjúkt og gott handklæði.
og hér er nýja Hamam handklæðið mitt.


Þannig að eldamenskan og þrifin endi með ilmandi og hreinar hendur,


Svo fer svona falleg handsápa svo vel við nýja vaskinn minn og kranann,
sem ég er svoo ánægð með.Ein af uppliftingunum sem eldhúsið mitt fékk í breytingunum, var þessi slá sem blasir við þegar horft er inn í eldhúsið, fyrir viskastykki og handklæði svo það er eins gott að eiga bara falleg handklæði og viskastykki.


Handklæðið er hvítt og með grænum röndum í alveg sama græna litnum og innréttingin mín og sápan ilmar af dásamlegri olivulykt.
Hjá MixmixReykjavík er mikið úrval af þessum handklæðum og sápum og á óskalistanum hjá mér er að eiga líka grátt handklæði eða svart með hvítum röndum...
haldið ekki að það yrði fallegt í eldhúsinu og efni í nýjann bloggpóst?
hmm verið viðbúin því að ansi margt eigi eftir að rata í eldhúsbloggpósta í nýja eldhúsinu mínu.


þessi ilmandi sápa og mjúka þétta Hamam handklæðið fékk ég hjá Mixmix Reykjavik og þið hafið kost á að vinna ykkur eitt svona sett að eigin vali í gjafaleiknum okkar.ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature