Top Social

Woodwatch.. fullkomin gjöf fyrir hann

November 5, 2015
Ertu að leita að gjöfinni fyrir hann?
Ég er búin að finna æðislega gjöf fyrir minn mann,
og varð alveg súper spennt þegar kassinn frá JORD woodwatches kom í póstinum um daginn,


Kassinn einn og sér er svo fallegur að ég notaði þennann eina sólríka vetrardag sem við fengum í síðustu viku, meðan haustlitirnir skarta enn sínu skærasta í vetrarsólinni og tók myndir af honum í Íslenskri nátturu,  hér útí hrauni með reykinn frá Bláa lóninu í bakgrunni og til að minna á að haustið er orðið að vetri þá féll örlítill snjór um morguninn. 
Hvað hæfir betur fyrir trékassa sem er merktur JORD?

Í kassanum er svo fallegt úr sem ég veit að minn maður verður hrifinn af,
En úrvalið af Woodwatches er ótúlega flott, bæði dömu og herra úr og ég eyddi góðum tíma í að skoða dásemdirnar

Ég valdi Koa&black sem mér fanst lang fallegast af þeim öllum, algjört listaverk.
úrverkið minnir á flottu stóru industrial klukkurnar sem ég hef séð og heillast að í industrial interior,
minnir eiginlega á stóra klukku í eldgömlum klukkuturni, og viðarólin fullkomnar svo listaverkið
.Í alvöru þetta er alveg svona "vá faktor"

Áður en ég pakka því inn...

verð ég að fá að stilla því aðeins upp 
og taka nokrar myndir...
bara smá.

Það var eiginlega allt of freistandi til að nota ekki tækifærið í smá styling og myndatöku,Algjört listaverk!

og ef þetta er ekki nóg,
þá er allt um Koa&black hér
....öll tæknilegu smáatriðin sem skipta máli.

Mér finst það bara svo fallegt.
já og vonandi finst honum það líka.


Ég mæli með því að kíkja á úrvalið hjá JORD Woodwatch 
og ekki er verra að þau senda frítt um allann heim.

Svo ef þú ert að leita að gjöf fyrir hann...
eða hana.... eða bara fyrir þig sjálfa!
Er þetta þá ekki máið?

Hafið það nú sem allra, allra best elskurnar,
Kær kveðja
Stína Sæm

ps.. munið: Þið getið fylgst með Svo margt fallegt á Instagram 
og svo margt fallegt er líka með Facebook síðu


Wooden Watch For Men
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature