Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...

Thursday, April 30, 2015

Sól og sæla í skjóli


Á þessum árstíma.. og þá sérstaklega núna í ár, vildi ég svo óska þess að ég ætti garðhús til að hreiðra um mig í. Hvort sem það væri garðskáli upp við húsið eða bara gróðurhús með smá kósý horni.


En þessa dagana þegar það er orðið bjart og heiðskýrt allann daginn en enn alveg sk***kuldi úti, horfi ég á pallinn hjá mér og svalirnar og langar bara að byggja glerskála yfir þetta alltsaman og byrja sumarið núna strax!


Svo ég fór á pinterest og fann til nokkrar myndir
og ætla að bjóða ykkur með mér að skoða svona sumar sælu í skjóli á þessum kalda en sólríka degi:

Jæja skiljiði hvað ég er að tala um?
Þetta virkar allt eins og algjör draumur í dag fyrir mig, 


Hafið  það annars sem allra best og munið að fagna sólinni þegar hún sést, og látið hana ylja ykkur um hjartað þó enn sé kalt úti. það amk lifnar yfir mér.

Kær kveðja 
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
Best Blogger Tips

Monday, April 27, 2015

A4 áskorun 2015 seinni hlutiNú er komið að seinna verkefni mínu í A4 áskorun 2015
og um leið síðasti bloggpósturinn í þessari áskorun.

Ef þið hafið ekki verið að fylgjast með,
kíkið þá yfir á A4 hannyrðir og föndur á fb og sjáið þar framlag allra hinna bloggarana, 
en það eru 10 aðrir frábærir bloggarar sem hafa tekið þátt og verkefnin fjölbreytt og skemmtileg.

Eins og ég kom inná í gær, þá fékk ég mér ekki bara garn og efni í hekluðu krúttin heldur fann ég líka snæri og tréperlur til að hnýta blómahengi..... svo gamaldags blómahengi eins og voru svo vinsæl þegar ég var krakki.
Ég fékk þessa dellu fyrir nokkrum vikum síðan, lærði handtökin með hjálp pinterest og svo var bara að finna rétta snærið í þetta.... gerði tvær tilraunir en útkoman var ekki alveg eins og frúin var að sækjast eftir.
Í A4 fann ég alveg tilvalið snæri frá Panduro, alveg mátulegt í verkefnið og tréperlur.

og svo var bara að hnýta.
Eins og margt annað er þetta bara mjög auðvelt.... um leið og maður kann það.og útkoman var þetta fína blómahengi sem hangir þarna í horni í stofunni,
en mig langaði til að prufa að gera svona tvöfalt hengi.


 Ég er amk búin að finna fullkomið snæri í þessi plöntuhengi og hnútana er svo hægt að setja saman hvernig sem er til að fá ólík hengi.


En mér finst áferðin bara algjört æði og eithvað svo dásmlega heillandi við þetta allt saman.


Treperlurnar og snærið notaði ég líka til að hengja upp þessa sætu skál sem ég fann í nytjamarkaði um daginn og í þetta sinn notaði ég engar hnýtingar, bara einfalt snæri og perlurnar til að hylja endana.


 Afganginn af snærinu notaði ég svo í frekar einfalt og lítið hengi sem nú hangir við hliðina á eldhúsglugganum.
Bara svona af því að ég var komin í gír.
En þetta er alveg hrikalega gaman finst mér
og líklega á ég nú eftir að hnýta eithvað meir...
nema ég fái bara einhverja aðra dellu fljótlega.


Kanínan, sem var mitt fyrra framlag í áskorunni, fer voða vel í fanginu á ömmugullinu mínu,
 sem er nú mesta krúttið af þeim öllum.


En misstir þú nokkuð af bloggpóstinum í gær með hekluðu krúttunum?

Mig langar að þakka A4 fyrir frábæra áskorun og stelpunum í blogghópnum fyrir skemmtilega og fjölbreytta bloggpósta. 


Hér koma beinir linkar á  bloggpóstana í þeirri röð sem þeir komu fram.
og svo kom meira:


Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
Best Blogger Tips

Sunday, April 26, 2015

A4 áskorun 2015

Ég er í skemmtilegum blogghóp á facebook þar sem skapandi konur, sem blogga um allt mögulegt, tóku áskorun frá A4 um að koma, velja föndurefni í verslun þeirra og gera svo bloggpóst um verkefnið okkar.
(linkar neðst í póstinum)
Að sjálfsögðu tók ég þessari frábæru áskorun 
og hér kemur loksins mitt framlag;

Úrvalið er ótrúlega mikið í verslunum A4 og valið sko ekki auðvelt, ég endaði því með efni í tvö verkefni. 
Ég valdi snæri og trékúlur í blómahengi sem ég ætla að sýna ykkur á morgun....

Svo valdi ég líka efni í heklaðar fígúrur sem ég hef átt uppskriftina af lengi en ekki fundið rétta garnið í hingað til. 
Uppskriftin er frá Lilleliis og er af þremur krúttum: kanínu, bangsa og hundi. 
Fyrir valinu varð Dale Freestyle, ullargarn sem má þvo í vel og fallegt efni og dásamlegar bleikar og grænar tölur frá Tilda. 
Úrvalið af Tilda-efninu er alveg ómótstæðilegt og svo er hægt að fá  borða í stíl líka.  Alveg tilvalið til að skreyta svona krútt með. (þið getið skoðað úrvalið hér)

Ég valdi milda brúna og bláa tóna af efni frá Tilda í bangsann og hundinn. En ég á eithvað af efni og borðum, frá Tilda líka, hér heima, í bleikum og grænum litum sem ég ætlaði að nota í kanínuna.  En svo þegar krúttkanínan var að mótast langði mig bara að nota efnið sem ég valdi í þessari ferð 
(það sem ég átti fyrir var í allt of skærum litum fyrir þessa elsku) 
þið vitið hvernig það er með svona lítil krútt, þegar þau koma loks í ljós sjáum við bara hvað fer þeim og hvað ekki. 

Hér eru þau svo tilbúin, bangsinn og kanínan,
komin úti kofa í myndatöku, með nýja heklaða trefla og hún skreytt með fallegu bleiku tölunni.
Þau eru mun stærri en þau krútt sem ég hef hingað til gert og því þurfti ég grófara garn en ég nota venjulega í litlu krúttin og stærri nál. Dale garnið henntar ótrúlega vel og mér finst liturinn æði.

Hér koma svo fullt af myndum af parinu úti í kofa,
enda finst mér þau myndarleg með eindæmum.
og uppskriftina fáið þið hér;
lilleliis.com


Hér sjáum við kanínuna á hlið,


og svo vangasvipinn á bangsanum.

Bangsinn fékk svo svona fallegann borða um hálsinn líka...
svona spariföt.


og svo heklaði ég svona fallega rós fyrir kanínuna..
hún þarf líka svona spari.

Krúttparið að aftan... 
sjáið hvað þeim langar niður á gólf að leika.


Mér finst efnið með svona fínu munstri og mildum litum gera þessa bangsa svo margalt fallegri og hlakka til að ná mér í ný efni og gera fleyri svona.Já, já er þetta ekki bara orðið gott?
 sýnist þau vera orðin hálf feimin af þessu öllu saman.

og vonandi eruð þið ekki búin að missa alla athyglina því þetta er ekki alveg búið.


Kíkið yfir á A4 hannyrðir og föndur á facebook, skellið læki á  síðuna þeirra og skoðið áskorunina hjá öllum hinum bloggurunum.
Það eru 10 aðrar frábærar og fjölbreyttar bloggsíður sem tóku þessari áskorun og þeirra verkefni hafa öll verið jafn frábær og fjölbreytt og þau eru mörg.  
Já það hefur verið ótrúlega gaman að sjá hvað hefur komið út úr þessu hjá þeim öllum og það ættu allir að finna eithvað sniðugt við sitt hæfi.

Bloggin sem taka þátt eru:
Rósir og rjómi

Kær kveðja
Stína Sæm

Best Blogger Tips