Top Social

Sófaborð Fær Uppliftingu með Trophy og Antík Vaxi.

March 4, 2016
Mig langar að sýna ykkur sófaborð sem var að fá flunkunýtt og fínt útlit með Milk Paint í Trophy gráum og antík vaxi.
Blogpósturinn inniheldur fyrir og eftir mynd... sem er alltaf gaman,
og fullt fullt af myndum af nýja borðinu frá öllum hliðum.
Allt fallega dúlleríið í uppstillingunni fæst hjá Blómastofuni Glitbrá
og gerði þessa myndatöku svo mikið skemmtilegri heldur en að mynda nýmálað borðið bara allsberst. 

og þá er það fyrir/eftir myndin:


"Fyrir" myndin er tekin þar sem ég fann það í Kompuni í Keflavík.
 Ég féll fyrir ávölum línunum og grófleikanu í viðnum, sá þarna dásamelga möguleika og daginn eftir komu strákarnir í Kompuni bara með það á vinnustofuna til mín....
og það finst mér æði.
"Eftir" myndin er svo af borðinu þegar það hafði fengið smá umferð af Trophy, grá litnum frá Miss mustard seed´s og svo var það varið með antík vaxi. sem dregur fram allar æðar í viðnum, munstrið og allar misfellur. Mér finst áferðin á viðnum svo falleg þar sem hún nýtur sín í gegnum málninguna, sem er bara  mátulega sjúskuð og gamaldags, svo við skulum kíkja aðeins betur á öll fallegu smáatriðin sem gera borðið alveg fullkomnlega ófullkomið,
Er ekki bjútifúl að hafa svona útskorið blóm á borðinu og antíkvaxið gefur því extra dýpt og bjútiness.


Uglan er algjört æði og í góðum felagskap með þessum gordjös kertastjökum og töff pottaplöntu,
en plöntur eru, finst mér, nauðsynlegar til að setja lokapunktinn á fallegar uppstillingar.
En ómæ hvað ég er algjörlega heilluð af þessum kertastjökum, 


Smá nærmynd af flottu pulluni líka.
og ég minni á að allt sem er á borðinu nema bækurnar mínar, fæst í Glitbrá í Keflavík.Svo fékk ég stofuna hjá syni mínum, lánaða til að stilla borðinu upp 
en hann býr bara hinum megin við götuna og á svo fallegt og hlutlaust heimili sem er unun að nota í svona myndatöku.Borðið fer svo aftur á.....

  Svo Margt Fallegt Vinnustofuna

 meðan það leita að nýjum eiganda.

En takk innilega fyrir innlitið.
Kær kveðja
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
2 comments on "Sófaborð Fær Uppliftingu með Trophy og Antík Vaxi."
  1. Vá hvað þetta er fallegt! Virkilega vel heppnað :)

    ReplyDelete
  2. Dásamlega fallegt hjá þér Stína

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature