Top Social

Breytt og Bætt í Stofunni

April 5, 2016
Fyrir páska fór ég til Flórída og skildi kallinn eftir heima meðan ég naut mín með pabba, systrunum og fjölskyldum þeirra.
og síðan þá hefur varla neitt verið að frétta hér á blogginu...
engar sólarmyndir úr útlöndum eða fallegir páskapóstar.... 

Það er nú ekki þar með sagt að það hafi ekkert verið  að gerast hér á Loftstöðum.

Eins og ég sagði þá kom kallinn ekki með í sólina því einhver þarf að vinna á þessu heimili.
og meðan ég lá í sólbaði og gekk um í sumarkjólum með sólhatt.....


datt kalli í hug að mála stofuna á meðan...
Suprice!!!
veggirnir voru áður málaðir í rosa fallegum grænum lit, en jeminn hvað ég var komin með mikið leið á honum og svo voru veggirnir klæddir með spónarplötum, með rákum eftir öllu, og það fór alveg hrikalega í taugarnar á okkur.  
Hann þessi elska, sem sagt spaslaði og pússaði og spaslaði og pússaði nokkurm sinnum... þegar hann var ekki að vinna, og málaði svo hvítt.
 -meðan ég lá í sólbaði-
Svo það var ósofin eiginmaður og hvítir veggir sem tók á móti mér við heikomuna.

En það var nú ekki allt búið!Þegar ég var nýkomin heim hafði æskuvinkona mín samband og bauð mér þennan ótrúlega fallega olíulampa sem var erfðagripur úr búi ömmu hennar og afa,
 En  þau Ragnhildur og Kristinn byggðu Loftstaði, ,húsið sem ég á núna og bjuggu þar alla tíð.
 Pabbi hennar var að flytja og systurnar Ragga og Inga voru  að koma þvi fyrir sem ekki var pláss fyrir á nýja staðnum,
 og það þótti líklegt að mér myndi líka lampinn og hann væri þá komin heim aftur... 
og ójú,
hjá mér var þetta ást við fyrstu sýn og við buðum hann velkomin heim aftur.

Þegar við fórum svo að ræða hvernig gengi að flytja kom það upp að allt væri farið nema borðstofusettið, sem einnig kom frá ömmuni og afanum á Lofstöðum og daginn eftir fór ég að kíkja á það og það kom hingað heim með mér líka.


Mér finnst ég svo ótrúlega heppin og gat bara staðið og starað á settið þegar það var komið heim. Alveg heilluð.
Settið hafði allt verið gert upp á sínum tíma og alltaf vel hugsað um það, en áklæðið var barn síns tíma og ég vildi hafa stólana eins og þeir voru þegar þeir voru hér heima í gamla daga. 
og viti menn... undir áklæðinu var gamla sessan alveg heil og flott, með svörtu leðri. 
En það voru nokkur hefti sem þurfti að pikka úr fyrst ;)

Hér er einföld fyrir og eftir mynd....
 eða eftir og fyrirmynd
og þarna glittir aðeins í skápinn í borðstofunni. takið eftir því.

Smá pása tekin til að stilla upp páskaegginu á nýju stólunum.
Gleðilega páska.

Borðplatan á borðinu hafði verið bæsuð og mjög reglulega borið á hana,og var mun dekkri en borðið sjálft, ég byrjaði á því að pússa ofurvarlega með fínum sandpappír og  svo prufaði gamli minn að þrífa plötuna með einhverju sem ætti að leysa upp bón og dót....
en svo hætti ég bara að fara ofurvarlega og réðst á borðið með juðaranum og miðlungs sandpappír,
var á tímabili skíthrædd um að borðið hefði bara verið best óhreift,ég var messt hrædd um að þurfa að taka allt borðið til að ná því eins. Sem hefði verið synd því fæturnir og ramminn var svo rosalega flott.

í lok páskadags var þykkt rykský um allt hús
 (það sem kallinn hamaðist við að þrífa áður en ég kom heim)
og borðplatan orðin alveg berstrípuð, engir blettir eða skemmdir sýnilegt og allt rennislétt og fínt.
Næst var svo að bera Hempolíu á borðplötuna
 (frá Miss mustard,að sjálfsögðu, sem fæst hér hjá SvoMargt Fallegt)
 og sjáið bara muninn!!

Borðplatan varð alveg eins og restin af borðinu, ótrúlega slétt og mjúk og falleg.
og tókuð þið eftir skápnum þarna í bakgrunni, ég átti alltaf eftir að mála hann og ekki viss hvernig hann ætti að vera,en eftir að svörtu sessurnar komu í ljós á gömlu stólunum skellti ég einni umferð af svartri milk paint á hann og svo varði ég hann með olíunni um leið og ég bar á borðið.
En það bíður eftir næsta blogpósti.

Og svooo........


Ég var sko greynilega ekki alveg nógu lengi í sólinni, því elsku kallinn minn náði ekki að mála millivegginn líka...
  ég hefði sko alveg getað verið lengur :/
Svo það var ráðist í að spasla og pússa og allt það aftur

skonú er milliveggurin hvítur og fínn líka.

og svo setti ég upp svona mynda vegg..... það er ekki alveg komið í alla ramma, sumt er bara ekki alveg klárt, en þetta er bara voða blandað, útprentun af netinu, gömul póstkort eftir kjarval, svarthvítar myndir, handverk, og alvöru listaverk. Allt í bland,

Borðstofan alveg klár, Olíulampinn fallegi stendur á svarta skápnum og borðið er eins og það hafi bara aldrei farið en ég held það séu 40 ár síðan settið var síðast hér í þessari borðstofu.

 En Kíkjum Aðeins á Stofuna Fyrir og Eftir:Grænir veggir,
 sem gerir rosa hlítt og milt ognotalegt yfirbragð yfir öllu,
 eeeen....
stundum  þarf maður virkilega að breyta til og þetta var bara orðið svo þreytt.

og meðan ég lá í sólbaði munið,.þá var þetta svona.

og í dag er það svona

Mér finst eins og skerpt hafi verið á öllu heimilinu,  þegar svona mikið af litum og allskyns hlutum og mublum frá ýmsum tímum koma saman er nauðsynlegt finst mér að hafa hvítann bakgrunn til að allt njóti sín.... amk þar til mig langar að mála aftur.
  Þetta er ekki alveg komið nóg það eru nokkur penslaför á döfinni varðadi húsgögnin á heimilinu,
þessi hvítmáluðu húsgögn mega sum hver alveg fá nýtt útlit aftur, Eitt kallar á annað... það er bara þannig!
en það má bíða aðeins í bili.

og næst ætla ég að sýa ykkur aðeins meira um skápinn svarta, sem fékk litla sem enga athygli í þessum pósti, það eru bara takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að troða af myndum í einn bloggpóst, Vonandi gáfust þið ekki upp á miðri leið og einhver náði að skoða til enda. 

Hafið það sem allra best,
kær kveðja
Stína Sæm

Svo Margt Fallegt á 


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
3 comments on "Breytt og Bætt í Stofunni"
 1. Svakalega flott breyting! Munirnir ykkar njóta sín miklu betur við hvítan bakgrunn. Sófasettið er líka dásemdin ein!

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já fisnt þér það ekki? Mér finst þetta amk ótrúlegur munur.
   Takkk fyrir kommentið Heiðrún alltaf svo æðislegt að fá smá komment á bloggið :)
   Eigðu góðan dag
   kveðja Stína

   Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature