Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...

Tuesday, May 31, 2016

Flott íbúð í nýmóðins midcentury stíl

Það er ekki mánudagur í dag, en við kikjum oftast í heimsókir á mánudögum, mér finst þetta heimili hjá Hus & Hem bara svo flott að ég er ekkert til í að bíða þar til í næstu viku með að deila því með ykkur.
Þessi íbúð er húsi sem er yggt 1880 og er vel uppgerð, opin og björt og innréttuð í nýmóðis midcentury stíl.
Hreinar línur, dempaðir litir og hlilegur efniviður eins og leður og viður gera þetta heimili alveg einstaklega hlílegt  og fullkomið.


Best Blogger Tips

Monday, May 30, 2016

Innlit í gamla sænska íbúð

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Sunday, May 29, 2016

Fallegu litlu Rósarhjörtun mín

Ég keypti mér fallegu plöntuna Rósarhjarta fyrir líklega 2 árum, hún er vafin um hring og vex mjög ört svo ég þarf að vefja hana um hringinn eða klippa hana til reglulega og þá er nú alveg tilvalið að nýta það í afleggjara og eignast þanig nýjar litlar og krúttlegar plöntur.
þessi planta hefur þann skemmtilega eiginleika að geta skotið rótum við hvert blaðapar svo ég sting þeim bara í moldina og passa að halda moldinni rakri meðan þau eru að róta sig. Plantan sjálf þolir hinsvegar vel að þorna og er þess vegna alveg ótrlulega auðveld í ræktun.
Svo ég fagna þessum litlu krílum mínum og deili þeim hér með ykkur:

Sjáið þessu pínulitlu hjartalaga blöð....
eru þau ekki algjört yndi?

litlu afleggjararnir mínir eru orðnir að fallegum litlum lengjum en mér finst þessi planta svo dásamlega falleg svona hangandi.ójá þessar litlu sætu dúllur,
það hefur gengið svo vel að fjölga henni að ég held ég bara skelli í amk einn pott í viðbót, langar þá í fleyri plöntur í einn pott, bara fæ ekki nóg af þessu bjútí.

En takk fyrir að kíkja við,
kveðja.
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Saturday, May 28, 2016

Linen lita innblástur // miss mustard seed´s milk paint color inspiration

Við höldum áfram með blogg seríuna,

 Milk Paint Lita Innblástur 

Þetta er myndasería sem er alveg í anda Svo Margt Fallegt,  en ég hef alltaf verið hrifin af myndasyrpum sem hafa eithvað eitt sérstakt þema.
Í þessum seríum deili ég myndasyrpu með fallegum myndum, innblástnum af einum lit frá Miss mustard seeds milk paint.
Á sumum myndunum er myndefnið málað í litnum sjálfum, 
aðrar eru einfaldega bara fallegar myndir sem minna á litinn okkar.

Síðast skoðuðum við  fallegum  lit sem við köllum  Eulalie´s sky
 en núna er komið að Linen lita inblæstri, 

Best Blogger Tips

Friday, May 27, 2016

Sumarbústaðurinn á Þingvöllum #2

Mig langar að sýna ykkur okkrar myndir sem ég tók í sumarbústaðnum hennar systur minna þegar ég fór þangað síðast.
Ég tók svo mikið af myndum að við deilum þeim niður og skoðum bara myndir af aðalrýminu núna. Þessi litli og gamli bústaður er ótrúlega vel skipulagður og rúmgóður og virkar bara alls ekkert svo lítill eða gamall...

 svo finst mér hann alveg ofboðslega flottur og vel innréttaður af snillingnum henni systur minni og ég fæ bara ekki nóg af að dásama hann.
Eldhúsið finst mér td alveg ofboðslega flott 


og það er nú ekki amalegt að standa við eldhúsvarkin þarna

og horfa út um gluggan á útsýnið.

hér eru það smáatriðin sem skipta máli og svona fallegt stell á ekkert að vera uppí skáp heldur á frekar að stilla því uppí hillu ásamt tréskálum og öðru eldhúsfíneríi.


Leirtauið í hilluni er blanda af tveimur litum af þessu fallega Broste stelli frá Húsgagnahöllinni og er bara svo skemmtilega töff og flott í sveitina.

og hann er ekki bara töff og flottur heldur geymir hann margar perlur og gamla hluti.
Hluti sem við eigum minningar við og er svo ótrúlega gott að sé þarna, á þessum fallega stað og í svona góðum höndum.
Eins og hitaplattan hennar mömmu og gamla pottinn sem pabbi notaði fyrir hamsatólgina....
jájá ég man nú líka eftir heitu súkkulaði í honum og vonandi fær hann það hlutverk sem oftast  í framtíðinni.

Hrærivelin hennar mömmu, sem ég held að sé á aldur við mig og er enn í fullu fjöri.....
svona eins og ég.
Keramik plattinn með bláu blómunum er líka að heiman og ekki bara skraut því hannn er æðislegur til að bera fram td álegg.

og brauðkarfan og hakkavelin eru líka svona gersemar að heiman.... 


geri þó ráð fyrir að brauðkarfan eigi eftir að koma að meiri notum í bústaðnum en hakkavelin.
en hver veit hvað hún systir mín á eftir að taka sér fyrir hendur í sveitinni?

Var ég nokkuð búin að segja of oft hvað mér finst þetta ofsalega flott?

og ekki skemmir hvað útsýnið er alveg stórkostlegt,
eins og einn nágranni þeirra sagði þá ertu með nýtt málverk fyrir utan á hverjum degi.

Í horninu stendur húsbóndastóllinn sem mamma gaf pabbba í 30ára afmælisgjöf  og passar bara vel þarna með sumarstólunum frá Ilva.
Húsbónndinn föndraði svo ljósin sem hanga í sitthvoru horninu 

Gamla stofuorðið sem fékk nýtt útlit með Milk paint sem hæfir svona gamalli frú 
Svona kamína ætti nú bara að vera skylda í öllum sumarbústöðum,
alveg ótrúlega notalegt.


Já það eru þessi litlu fallegu atriði sem gera sumarhúsið að heimili 

Þessi skápur er algjör töffari og engum líkur

Sjónvarpshornið, 
kósý og notalegt og ekki er verra að þarna er auka svefnpláss ef gestir ílengjast.Ég á enn eftir að sýna ykkur nokkur af þeim verkefnum sem ég málaði með þegar við systur fórum til að gera bústaðinn klárann fyrir fjölskylduna, en það vantar bara góðar eftir myndir af þeim málningarverkefnum svo ég skelli því bara inn síðar, enda er bara gaman að geta gert nokkra bloggpósta úr svona skemmtilegu verkefni.
 Hér eru aðrir bloggpóstar frá bústaðnum:
Takk fyrir innlitið
Kær kveðja
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips