Top Social

á pallinum á sólríkum degi

July 1, 2016

Það er óneitanlega notalegt að geta byrjað sólríkan dag á því að setjast út á pall með kaffibollann og tímarít, 

og láta fara vel um mig í morgunsólinni í Ikea stólunum tveim við kofavegginn 

Sumarblóm setja sinn svip á gráann pallinn. sum í litríkum pottum sem poppa aðeins upp tilveruna

Þessa tvo potta málaði ég með smá boheme þema í huga, para þá svo við turkis lit og appelsínugullt þegar þannig liggur á konunni. 


uppá stól......
þessi gamli krakkastóll fanst við vegakant einhverstaðar og komið var með hann til mín og hann nýtur sín vel hér hjá mér svona veðraður og flagnaður. 


Þegar sólin er svo komin hinum megin á pallinn er nú ekki amalegt að færa sig í sófann við vinnustofuna mína þar sem sólin skín langt framm eftir degi.
En hér byrjar dagurinn minn þegar sólin skín,


og ég segji bara hafið það sem allra best,
Takk innilega fyrir að kíkja við og góða helgi.

Stína Sæmps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature