Top Social

þriðji aðventusunnudagur

December 11, 2016
Ég byrjaði á þvi i myrkrinu í morgun, 
að kveikja á þriðja kertinu á aðventukransinum mínum,


 Ég geri yfirleitt einn aðventukrans.... þá meina ég krans.... í hring :) 
Svona nokkurnveginn hefðbundinn.
og í þetta sinn var hann ekki vafin heldur gerður úr lifandi grænum greinum en næstum ekkert af greni sem er stungið í blautann Oassis hring.

 og hann fer svonaglimrandi vel á borðstofuborðinu.

En svo er ég oftast með einhverja útgáfu af aðventu skreytingu í eldhúsinu, 

og í þetta sinn er það bakkinn sem ég málaði um daginn með könglum, gerfiepli, fjórum númeruðum kertum, þar af tvö í glerflöskum og furugreni í sultukrukku..... 
voðalega eldhúslegt og sætt.

Eigið góðann og notalegan sunnudag,
með kærri aðventukveðju;
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature