Top Social

Plöntu ást

January 12, 2017
jæja er ekki kominn tími á smá innblástur hér á blogginu...
svona fallega myndasyrpu af netinu?

Þegar ég kíkti inná pinterest voru það plöntur og svona frjálslegur náttúrulegur bohem stíll sem fangaði athygli mína. svo ég fór að fiska alveg sérstaklega eftir þannig myndum til að deila með ykkur í dag.
Myndini her að ofan er td í heildina bara svo dásamlega retro og skemtileg, tekkið, plönturnar, lampinn og textílinn og svo er það bröndótti kötturinn sem setur punktinn yfir i-ið og fullkomnar myndina.... 
ætli ég þurfi ekki að fá mér svona kött til að passa við pottaplönturnar mína?


 Gamalt fallegt útskorið borð, hlaðið pottaplöntum... 
hmmm ætli ég eigi nóg af plöntum til að fylla eitt svona borð?


hugmynd fyrir handlagna og litríka!


Hér lifga plönturnar og bastið svo sannarlega uppá gráann steininn,
þetta finst mér algjör dásemd!


já það er bara eithvað svo sjarmerandi við hrúgu af plöntum í blönduðum pottum....
elskaða!!


þar sem nóg er plássið og risaplönturnar njóta sín.


ómæ þetta er svo mikið yndi!

já takk, langar í nokkrar af þessum plöntum og baststól ... 
já og væri alveg til í að eignast meira pláss í leiðinni;)Hér er þetta... retro alla leið.
plöntur og þá helst alveg risastórar, viður, munstur í sterkum jarðlitum, leður og bast
svo skemtilga bohem.

Hvað segið þið? eru pottaplönturnar að læðast inná ykkar heimili? Farnar að hreiðra um sig í hillum og á borðum.... byrjaði það kanski á pínulitlum þykkblöðungum á bakkann?
Það þarf ekki mikið til að grænar plöntur gæði heimilið lífi og lit öllum til yndisauka.


Þessum myndum og enn fleyri til, hef ég safnað saman inná pinterest þar sem þið getið skoðað enn meira af plöntustíl og fundið upprunann að myndunum.

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature