Top Social

Skapandi skipulag á þriðjudegi

January 31, 2017

í dag er tíminn til að safna skapandi hugmyndum i litlu snotru skapandi dagbókina mína,
hugmyndum fyrir námskeiðin og vinnustofuna,
hugmyndum til að vera lifandi og gefandi á nýju ári og efla sköpunargleðina.Litlu snotru stílabókina mína fékk ég að gjöf til að skrifa niður allar skapandi hugmyndirnar fyrir 
Svo Margt Fallegt, 
merkt með fallegri rithönd.... 
My Creative Journal

Ég velti því fyrir mér  hvernig ég vil þróa bloggið á nýja árinu,
í hvaða átt ég vil sjá það fara og hvernig ég ætla að forgangsraða tíma mínum og hugmyndum.

Vinnustofan og mjólkurmálningin taka sinn tíma og einbeitingu og mig hlakkar til að eiga það ævintýri með ykkur á nýja árinu og þið megið eiga von á að sjá meira af myndefni tengdu mjólkurmálninguni, verkefnunum á vinnustofuni og svona hversdagsmyndir líka.


Þannig vona ég að ég geti haldið áfram með bloggið af fullum krafti með því að sameina bloggið, vinnuna og lönguninni til að stílfæra og taka myndir.... 
myndir frá  vinnudeginum og daglegu lífi.

  
 Instagram finst mér td ótrúlega skemmtilegur farvegur til að deila daglega lífinu á skapandi og fallegann hátt og ætla mér að njóta þess mun betur á næstuni.Hafið það sem allra best 
Kveðja
Stína Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature