Top Social

Á Fallegum og Björtum Degi

February 27, 2017
Gærdagurinn var ótrúlega fallegur dagur, 
nýfallinn snjórinn, sólskín og einstaklega stillt veður 
varð til þess að um allann bæ var fólk á labbi og samfélagsmiðlar fullir af myndum af þykku lagi af snjó og bláum himni. 

Ég notaði tækifærið og smellti þessum myndum af nágrenninu áður en ég fór af stað til að njóta dagsisn.


 Krúttlega litla gatan mín,

Sjáið bara hversu blár og heiðskír himininn var á þessum sunnudagsmorni.

Fótspor í snjónum ..... 
lítið gull á rölti með ömmu


Það er alltaf eithvað ómótstæðilegt við gömul grenitré hlaðin nýföllnum snjó á heiðskírum degi... og meira að segja litla 3ja ára ömmustelpan hafði orð á því hvað það væri mikill snjór á trjánum.
Þvílík fegurð!


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature