Top Social

Heima Hjá Litlu Systir og Fjölskyldu

March 20, 2017
Fyrir áramótin málaði ég snyrtiborðið hennar systur minnar svo dóttir hennar gæti tekið við því,
og gerði í framhaldi  bloggpóst um það, sem varð fljótt einn af mínu vinsælustu.


Þegar ég myndaði snyrtiborðið smellti ég af nokkrum myndum í viðbót á heimilinu og langar að deila þeim með ykkur þó það sé orðið nokkuð langt síðan þær voru teknar.
Myndirnar eru frá því daginn fyrir gamlársdag, svo það hefur áhrif.
Byrtan var ekki góð og þó ég sleppi myndum af jólaskrauti þá eru mandarínur í skál og ljósa stjörnur í gluggum.... 
Svo það er eins gott að drífa þessar myndir í loftið! ekki satt?


Eldri heimsætan fékk svarta snyrtiborðið,
 en litla systir hennar á án vafa krúttlegasta herbergið í húsinu og býður uppá jarðaberjaköku, möffins og ljúfengt te þegar komið er til hennar.


Hún er með velbúið eldhús og þessi unga dama passar vel uppá að alltaf sé allt í röð og reglu og veit nákvæmlega hvar hvernig hún vill hafa allt sitt.


Er þetta ekki dásamlega krúttlegt og fallegt?


Veisluborðið hennar er sófaborð sem fanst á nytjamarkaði og var málað með Milk Paint...
gömul sófaborð geta nefnilega verið fullkomin borðstofuborð fyrir lítið fólk.


Te og tertusneið einhver?


Svo er það töffarinn sjálfur,
10 ára fótboltastrákurinn....


sem lifir fyrir fótboltann og hefur rosalega gaman að alls konar þrautum, eins og töfrateningnum og svo ótrúlega mörgu öðru.


Niðrí kjallaranum býr svo 18 ára dóttirin...


sú sem á fallega snyrtiborðið,
 sem var málað með milk paint typewriter!


jú jú þessi býr þarna líka. 


Svo er það þetta súper huggulega herbergi.Ókey förum aðeins upp aftur ......


Munið að myndirnar eru teknar í desember....
og nú langar mig bara í djúsí mandarínur!


Við vorum að gera klárt fyrir áramóta partý fjölksyldunar svo að ferskar fallegar rósir voru komnar á borðið.Ég gjörsamlega dýrka þennan kertaarin 

Þetta er bara svo fallegt!


 Ljósastjörnur í glugganum , piparkökuhús i bakgrunni, mandarínur og dagsbyrtan að hverfa um miðjan dag.....
dásamlegur árstími en nú má vorið fara að koma.
Takk fyrir að kíkja með mér.

Stína.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature