Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...

Wednesday, April 26, 2017

Sófaborðið mitt sem hefur verið málað tvisvar með Milk Paint....

Ef þú ert í vandræðum með að ákveða hvernig útlit þú vilt á húsgagnið þitt, ert með valkvíða eða langar til að nota afgerandi lit en óttast að fá leið á honum! Þá bendi ég stundum á að það versta sem getur gerst ef þú færð leið á litnum eða bara  skiptir um skoðun seinna, er að þú einfaldlega málar bara aftur!
 og fyrir okkur breytingarglöðu er það bara ny breyting og ekkert nema plús.


En þannig var með sófaborðið sem ég var að mála núna um páskana og við fáum hér að sjá í tveimur gjörólíkum lítum.


Mér áskotnaðist þetta borð notað fyrir löngu síðan
 og málaði það hvítt og grátt með Miss mustars seed´s milk paint í litunum Ironston og Trophy.
Þá naut ég þess að mála öll viðarhúsgögnin mín hvít og fékk þannig ljóst og létt yfirbragð yfir heimilið.
Borðið kom æðislega vel út svona hvítt og það er fallegt hvernig það varð pínu sjúskað og grófur dökkur viðurinn skín í gegn.
 

Ég gerði bloggpóst um það á sínum tíma þar sem þið getið séð nærmynd af því og mynd af því fyrir:

Nýmálað sófaborð, febrúar 2015


En svo með tímanum hefur tónninn á heimilinu breyst og húsgögnum verið skipt út og nýjir litir tekið yfir á síðasta árinu og þegar mig langaði  í aðeins hrárri og sjúskaðri stíl  pússaði ég málninguna vel niður og lét viðinn skína mun meira í gegn (er ekki með mynd af því)
á timabili var það jafnvel komið niður í sjónvarpshol og annað borð komið hingað upp.
Allt fyrir breytingar!


En núna um páskana  ákvað ég að mála borðið aftur svo það passi við allt hitt sem ég hef verið að mála svart  á aðalhæðinni.
Hér að ofan sjáið þið borðið með bara hrárri óvarinni málninguni. 
En þegar búið er að mála
 er skemmtilegasta vinnan eftir....  
að fá rétta útlitið og karakterinn í málninguna!!


En svo pússaði ég yfir málninguna og sjúskaði hana vel til  svo ég fékk viðinn í gegn á vissum stöðum. Ég pússaði fyrst yfir það með alveg fínum sandpappír og fór svo með aðeins grófari á slitfletina á fótunum  og hornunum á borðinu til að fá þetta útlit.....
og mér finst það algjört æði!!


Ég bar svo vax yfir allt til að verja málninguna, fá dýpri og dekkri lit og til að fá þessa gömlu bónuðu áferð.


Sjáiði hvað borðið er í góðum félagskap með hinum svörtu máluðu húsgögnunum í stofuni!


Ég verð að segja að núna  finst mér þetta svarta útlit passa jafnvel enn betur við þessa gerð af húsgögnum, þetta bara smellpassar við útlitið og svo er þetta svo rosalega mikil breyting frá hvítmáluðu að það fær breytingarglaða hjartað mitt til að slá aðeins örar af hamingju.


Nýmálað borðið átti líka alveg skilið  nýja pottaplöntu. 


Ó ég er svo ánægð!!

Svo ég spyr: af hverju að veltast um  með valkvíða, ótta við að fá leið á litnum, eða að hann sé að fara úr tísku bráðlega!?
Ég meina.....vitiði hvað það er rosaleg gaman að mála svona og sjá það umbreytast í nýtt húsgagn?
Þetta er nefnilega virkilega auðvelt og fljótlegt.


Hvað ætli verði næst?
Kanski á ég eftir að mála það grænt einhvern daginn!
En amk ekki strax :)
konan er sátt í bili

Takk fyrir innlitið,
kær kveðja
Stína Stæm.
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Tuesday, April 25, 2017

MMS Milk Paint video samantekt

Svo þú eigir auðvelt með að finna Videoin um MMS milk paint ákvað ég að hafa þau saman komin hér í einum bloggpósti sem verður alltaf aðgengilegur á hliðar barnum á blogginu. 
Hér eru kennslu video  sem geta verið mjög hjálpleg þegar þú ferð að nota mjólkurmalninguna og líka áhugaverð kynningar video. 
Ef ég rekst á ný video bæti ég þeim við hér og læt ykkur vita. 


En fyrst ætlum við að læra að blanda málninguna:


Svo er sér video um það að nota mini blandarann eða pískinn:Allt um það að nota bindiefnið með milk paint:


Svo málum við fyrstu umferð af mjólkurmálningu:
Málað aðra umferð af mjólkurmálningu:


Að nota náttúrulegu Hamp olíuna til að endurnýja gamlann við eða verja máluð húsgögn:Hvernig við notum antík vaxiðÞegar þú ert búin að horfa á öl þessi kenslu video en ert ekki alveg að treysta þér í verkið, er gott að horfa á smá pepp video..

þú getur þetta!Video um flagnaða áferð eða chippy look!Hér málar Marian handmálað munstur á kommóðu:

athugið að nú er hægt að fá stensla í netversluninni sem eru gerðir eftir handmáluðu munstrunum og með penslaförunum hennar.

Gula kommóðan máluð:


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Wednesday, April 19, 2017

Hand unnar og fallegar hnýttar vörur frá Marr netverslun.. Macramé handverk

Það er margt fallegt sem verður til hér í gamla bænum í Keflavík, en nágrannar mínir hjónin Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson eru fólkið á bakvið fallega vörumerkið MARR
Undir vörumerkinu búa þau til fallegar hnýttar vörur fyrir heimilið, dásamleg vegghengi, blómahengi og vegghilllur þar sem aldagamla macramé aðferðin er allsráðandi í allri þeirra hönnun.
 og eins og þeir vita sem hafa fylgst með blogginu hérna lengi þá er ég ofsalega veik fyrir gömlu hnýttu macramé aðferðinni og vegghengi og fleyri skemmtileg hnýtt verkefni hafa  lengi verið á to do listanum á þessu heimili. 
Ég varð þess vegna alveg sérstaklega spennt og ánægð þegar ég sá að þessi skemmtilegu ungu hjón séu að hanna og búa til svona vörur bara  hér í nágrenninu.

Svo ég fékk sendar nokkrar myndir frá þeim 
og í viðtali við þau í vikurfréttum las ég um það hvernig þetta fallega handverk þeirra varð til.


Þetta byrjaði allt saman á því að þeim langaði í fallegt vegghengi yfir rúmið sitt og eftir að skoða vegghengi á netinu sem voru bæði dýr og sendingarkostnaður hár þá ákváðu þau að læra kúnstina og gera sitt eigið vegghengi sjálf...


Ninna byrjaði á að gera nokkur blómahengi meðan hún var að æfa sig,


og svo þegar kom að því að finna vegghillu í eldhúsið varð þessa fallega hönnun þeirra til
sem svo varð kveikjan að því að þau ákváðu að gera meira úr þessu,
 og persónulega og handunna framleiðlslan þeirra varð til.

Hægt er meira að segja að óska eftir sérpöntunum á vegghengjum hjá þeim í síma 820-3284.
 en vörurnar þeirra og upplysingar finnið þið á marr.is 
(og  viðtalið við þau í Víkurfréttum sjáið þið hér)
Mér finst alveg ótrúlega gaman að vita af fólki sem er að gera svona frábæra hluti og sjá hvað það gengur vel hjá þeim enda finst mér handverkið þeirra alveg algjört æði og þau svo indæl og frábær bæði tvö!
 Þess vegna langaði mig til að deila því með ykkur
já  og væri ekki gaman ef Keflavík yrði nú þekkt fyrir að vera heimabær handverksins?!!
með kveðju úr keflavíkinni
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Friday, April 14, 2017

Vínskápur málaður með milk paint í litunum Typewriter og Kitchen scale... dálitill bohem stíll á þessum, suðrænn og seiðandi sjarmur

Það er kominn tími til að deila nýju Milk paint verkefni með ykkur. 
Þessi töffari er viðbót í Typewriter línuna hjá mér..
en virðuleg og stór húsgögn hafa verið alveg sérstaklega vinsæl hér hjá Svo Margt Fallegt í svarta litnum Typewriter!


mig var lengi búið að langar til að mála húsgagn í þessum stíl,
svart með smá leifum af öðrum lit yfir...
og loks fann ég rétta húsgagnið fyrir verkefnið!
Best Blogger Tips