Top Social

Hand unnar og fallegar hnýttar vörur frá Marr netverslun.. Macramé handverk

April 19, 2017
Það er margt fallegt sem verður til hér í gamla bænum í Keflavík, en nágrannar mínir hjónin Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson eru fólkið á bakvið fallega vörumerkið MARR
Undir vörumerkinu búa þau til fallegar hnýttar vörur fyrir heimilið, dásamleg vegghengi, blómahengi og vegghilllur þar sem aldagamla macramé aðferðin er allsráðandi í allri þeirra hönnun.
 og eins og þeir vita sem hafa fylgst með blogginu hérna lengi þá er ég ofsalega veik fyrir gömlu hnýttu macramé aðferðinni og vegghengi og fleyri skemmtileg hnýtt verkefni hafa  lengi verið á to do listanum á þessu heimili. 
Ég varð þess vegna alveg sérstaklega spennt og ánægð þegar ég sá að þessi skemmtilegu ungu hjón séu að hanna og búa til svona vörur bara  hér í nágrenninu.

Svo ég fékk sendar nokkrar myndir frá þeim 
og í viðtali við þau í vikurfréttum las ég um það hvernig þetta fallega handverk þeirra varð til.


Þetta byrjaði allt saman á því að þeim langaði í fallegt vegghengi yfir rúmið sitt og eftir að skoða vegghengi á netinu sem voru bæði dýr og sendingarkostnaður hár þá ákváðu þau að læra kúnstina og gera sitt eigið vegghengi sjálf...


Ninna byrjaði á að gera nokkur blómahengi meðan hún var að æfa sig,


og svo þegar kom að því að finna vegghillu í eldhúsið varð þessa fallega hönnun þeirra til
sem svo varð kveikjan að því að þau ákváðu að gera meira úr þessu,
 og persónulega og handunna framleiðlslan þeirra varð til.

Hægt er meira að segja að óska eftir sérpöntunum á vegghengjum hjá þeim í síma 820-3284.
 en vörurnar þeirra og upplysingar finnið þið á marr.is 
(og  viðtalið við þau í Víkurfréttum sjáið þið hér)
Mér finst alveg ótrúlega gaman að vita af fólki sem er að gera svona frábæra hluti og sjá hvað það gengur vel hjá þeim enda finst mér handverkið þeirra alveg algjört æði og þau svo indæl og frábær bæði tvö!
 Þess vegna langaði mig til að deila því með ykkur
já  og væri ekki gaman ef Keflavík yrði nú þekkt fyrir að vera heimabær handverksins?!!
með kveðju úr keflavíkinni
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature