Top Social

Girnileg Hjónabandssæla og ömmugullið á Sætum Sunnudegi

July 9, 2017Hún Kathy hans pabba bakaði þessa ljúfengu Hjónabandsælu um daginn 
og kom með færandi hendi.Hjónabandsæla var í miklu uppáhaldi hjá mér sem krakka og ég tengi hana alltaf við elsku Öllu mína sem ég var í sveit hjá og svona uppáhalds kaka missir ekki titilinn með árunum svo mikið er víst!
Mér finst hún alltaf jafn dásamlega góð.
Svo kom ömmugullið í heimsókn og það er greinilegt að hún er með sömu kökugeninn og amma sín... Ég var búin að leggja frá mér myndavelina og sú stutta byrjuð á seniðinni þegar ég stóðst ekki að smella af nokkrum í viðbót...


Sjáið bara þessa krúttlegu litlu hendi!Heimabökuð hjónabandsæla og mjólkurglas.... 
já við erum alveg sáttar við það !!

Stundum er mesta fegurðin í þessu hversdagslega.

Hafið það sem allra best í dag.
Kær kveðja,
Amma Stína og Íris Lind.

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature