Top Social

Í fríi í bænum puerto de santiago á Tenrife

July 22, 2017
Við hjónin skelltum okkur, með mjög stuttum fyrirvara í vikufrí til Tenerife, 
planið var að vera í viku í sumarbústað í Íslenskri sveit.... en veðurspáin var nú ekki svo mjög spennandi þá viku og við rákumst á ferð á spottprís með Heimsferðum, svo við pökkuðum niður stuttbuxum og sólarvörn og hoppuðum í næstu vel til Tenerife.

þessi póstur er langur og fullt fullt af myndum, svo ég mæli með að þið fyllið á kaffibollann, nú eða opnið einn kaldan til að vera í takt við blogginnihaldið ;)


Ferðinni var heitið í litla fiskimannabæinn Puerto de Santiago, sem er greinilega langt frá því að vera vinsælasti ferðamannastaðurinn á eyjuni fögru, lítið um að vera þannig lagað en endalaust af gönguleiðum, fögrum stígum, klettótar strendur og nóg af góðum veingastöðum og börum....
sem sagt fullkomin staður fyrir okkur sem viljum helst ganga um gömul stræti og finna vott af heimamenningu.


Þessi mosaik mynd var það sem tók á móti okkur við inganginn á hótelinu, sem reyndist bara mjög fínt. Það voru framkvæmdir þar sem við vissum af fyrir fram, en ekkert sem við urðum neitt vör við.


Lobbýið hafði greinilega verið tekið í gegn nýlega miðað við þær myndir sem við höfðum séð svo það var strax ánægjulegt. 
Hótelið var snyrtilegt og þjónustan góð, við td byrjuðum á því að fá herbergi í kjallaranum.... með útsýni að vegg! ekki alveg það sem ég óskaði mér og minsta málið var að fá okkur færð...


Næsta morgun vorum við komin uppá 4. hæð með svalir útað sundlauginni og gangurinn að herberginu vísaði upp í bæinn, að þessum fallega bakgarði og uppí klettana.
En bærinn er allur byggður frá sjó og uppí móti upp hæðina með þessa geggjuðu kletta sem útsýni.

En við röltum mikið um og ég hef tekið það saman í þennan laaanga póst og byrja á myndum sem ég tók í kringum hótelið á okkar daglegu gönguleið meðfram sjónum.

við byrjum á þvi að ganga götuna sem hótelið liggur við og hinum megin við götuna eru falleg hús sem eru með útsýnið og bakgarðinn útað sjónum og svo margt fallegt að sjá...


gróðurinn meðfram göngustígnum

útsýnið milli húsana út að sjónum.... ekki amalegt!

sá mikið af þessari plöntu sem er með svo skærgræn blöð að hún var eins og gerfitré.


meiri plöntur og hlaðnir veggir meðfram gangstettinni..


og svo verð ég alltaf að gægjast aðeins innum svona hlið....
bara smá!

júbb og kanski taka eina mynd innum garðhliðið..
það má... held ég ;)


Nokkur flott einbýishús í felum bakvið gróður og með sjóinn í bakgarðinum....


jújú verð að segja að mér finst þetta dáldið hrikalega flott og líklega ekki slæmt að gista þarna í fríinu sínu.

Svo gengum við niður að sjónum og þar var staðurinn Cappuccino Maria... sem ég á fullt af myndum af sem þurfa eiginlega bara sér bloggpóst
 og þar var sko hægt að fá gott kaffi.....

eða bara ískaldann bjór!

og vá hvað ég elska þessar kletta strendur.....

Þar sem fólk naut þess að sóla sig og svamla í volgum sjónum.


Við fórum nú aldrei í sjóinn þarna en það var æðislegt að bara setjast á klettana og sóla sig...
svona á milli göngutúra.

En þarna niðri við sjóinn var æðislegt svæði til að bara njóta og vera


Þarna er veitingastaðurinn La Pergola sem við byrjuðum á, fyrsta daginn, að panta okkur borð næsta kvöld, en þarna er ótrúlet útsýni og dásamlegt að sitja og horfa á sólina setjast.


Meðfram sjónum er svo hægt að ganga eftir stígum næstum því meðfram öllum litla bænum 
og oftast gengum við nú bara niður að litlu ströndinni ......

sem var okkar uppáhalds sólbaðstaður þessa viku

Hérna sjáum við yfir litlu sjarmerandi ströndina einn morguninn.
Hótelið okkar var á svæðinu þarna hægra megin við, svo við komum eftir stignum niður hjá strandbarnum.
gott að svala sér með Sangria de Cava á leiðinni.


Svo röltum við upp hinum megin við ströndina og gengum aðeins um....


Mér fanst algjör draumur að komast í litlu búðirnar, við keyptum okkur oftast vatn, kaldan bjór til að setjast með á næsta bekk eða á ströndina og vá hvað ávextirnir eru girnilegir þarna í hitanum, en ég gekk alltaf um með svo sem eins og eina plómu eða svo í höndunum..... Sjáið bara þetta úrval og uppröðunina! Dásemd!!


enn ein götumynd.


nóg var af ströppum, 
en bærinn er allur í tröppugangi eða bröttum brekkum, virkilega gaman að ganga um.


Það urðu ekki margar svona gamalar sjúskaðar dyr á vegin mínum, en það er eithvað heillandi við þetta!
Nokkuð lengra er svo önnur strönd sem ætlunin var að taka bíl einn daginn og kíkja á ...
en einn göngutúrinn bara endaði þar allt í einu!


þetta er meiri "alvöru strönd", með bekkjum og öllu tilheyrandi

Við stoppuðum bara aðeins, fengum okkur geggjaðar hvítlauks rækjur, bruschettu og að sjálfsögðu kaldan bjór


umhverfið í kringum ströndina var gróið og fallegt...

Ég staldraði við og tók nokkrar myndir.

 og svo var gengið af stað.... 
elska alla litina á húsunum þarna


Aftur komin á Cappuccino Maria með  Sangria de cava. 


En svo var einhvernvegin alltaf  hægt að dáðst að útsýninu af  ganginum á hótelinu hvort sem við vorum að koma eða fara og stundum var fallegt mystur liggjandi yfir klettunum þegar sólin var alveg að setjast, sem gerði það alveg extra dásamlegt.


 Framan við hótelið lágu þessar rauðu tröppur... ca 100 stk held ég, uppá hæðina og í nokkurnskonar miðbæ.

þar er Deli on the hill
dásamlegt evrópsk kaffihús sem var fínt að fara á eftir morgunmatin til að fá almennilegt kaffi.


Svo fórum við líka hinum meginn í bæinn:


 á Los Gigantes, þar sem bátahöfnin er og fullt af litlum notalegum veitingastöðum.... og túristabúðum að sjálfsögðu.


Þar er td hægt að fara í siglingu á gömlum norskum fiskveiðibát eða með seglskútuni Flipper uno sem við skelltum okkur í, það var 3ja tíma skemmtun, syndandi höfrungar, matur, drykkir og stokkið í sjóin í fallegri vík. ógó gaman.
Svo skelltum við okkur aðeins á ströndina þar líka.


og ég tók nokkrar götumyndir...
hér er heillandi húsasund með klettana í baksýn.

gekk framhjá þessum inngangi... að veitingastað held ég.


Street art eftir Momoshi
síðasta kvöldið settumst við niður á pínulitlum gúrme vínbar sem við höfðum gegnið framhjá nokkuð oft. rauðu tröppurnar við hótelið lágu bara beint upp að þessum litla sjarmerandi stað.


Fyrir okkur er þetta fullkomið frí, þar sem við njótum litlu augnablikana og erum allstaðar umvafin fegurð og ferðin sem var bara gripin í síðustu stundu á spottprís var svo velhepnum að við erum ákveðin í að fara aftur þarna á sama stað næst..... áttum bara fullt eftir.

Við ykkur sem hafið nennt að skoða og lesa allan þennan langa póst,
 vil ég benda á að Puerto de Santiago á Tenerife er bær sem ég mæli með fyrir þá sem sækja í rólegheit og notalegt rómantískt frí.

Takk innilega fyrir innlitið,
með bestu kveðju
Stína Sæm

.... 
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature