Top Social

Miss Mustard Seed´s Look Book.... meira en bara myndabók

July 26, 2017

Vissir þú að upplýsingar, fróðleikur og fallegar myndir um Miss mustard seed´s milk paint vörurnar er ekki aðeins að finna á netinu, heldur getur þú líka flett í gegnum falleg og vönduð tímarít til að sækja þér innblástur....
Ég nýt þess að eiga góða stund, fletta í gegnum mín eintök meðan ég drekk kaffibollann minn og langar að segja þér aðeins frá Look Book eitt og tvö!

LOOK BOOK 1
Look book eitt er svo mikið meira en bara ljósmyndabók....  þetta er myndarlegt tímarit með meira en 130 blaðsíðum af upplýsingum, innblæstri og hvatningu.  Þegar þú flettir í gegnum þykkt, myndum þakið tímaritið,  finnurðu fyrir & eftir, kennsluefni, trix og innanbúðar ráð, þannig að þú vilt bara grípa pensil og MMSMP vörurnar þínar og byrja að skapa eithvað fallegt!
LOOK BOOK 2
 Look book tvö var gert til að kynna litina sex í Miss Mustard Seed´s Milk Paint Evrópu línuni , en loka útkoman bíður uppá svo mikið meira! Greinar um að blanda saman vaxi, nota bíflugnavaxið til að hrinda frá málninguni, margar leiðir til að nota Tough coat, hrá mjólkurmálningin, litur + áferð og svo mikið meira. Yfir 100 blaðsíður af innblæstri og upplýsingum í fallega uppsettu tímariti, sem fá þig til að blanda þér smá málningu, taka upp pensilinn og breyta til heima hjá þér!

Að lokum er hér að neðan  lítið video af Instagram síðuni okkar þar sem við flettum saman í gegnum Look Book eitt og tvö.

Look book eitt og tvö eru til sölu hjá Svo Margt Fallegt og í netversluninni. Næst þegar þú kemur í heimsókn á vinnustofuna prufaðu að fletta í gegnum þau til að fá innblástur, því sjón er sögu ríkari og tímaritin eru bæði einstaklega fallegt, með skemmtilegri mattri áferð og stútfull af dásamlega fallegum myndum.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature