Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...

Tuesday, August 29, 2017

Grænn og Kröftugur Drykkur

Ég mætti alveg vera duglegri að búa mér til svona smoothy en tek stundum  svona smoothy tímabil og þennan kröftuga og ferska drykk finst mér æðislegt að gera til að fá smá græna orku í kroppin.


í þetta sinn notaði ég grænt epli, selleri og lime, finst sú blanda virkilega góð. 
Engifer fer næstum alltaf í drykkina mína og spínat líka þó oftast eigi ég það bara frosið. 
Já og svo fóru nokkur blöð af mynduni minni með í bandarann og kalt vatn.
Sem sagt fullt af bragði til að leika við bragðlaukana, sterkt, súrt, beiskt og sætt

Þar sem ég er bara að blanda fyrir mig eina þá nota ég bara hálft epli, 1/4 af lime og smá sellerý og sker svo gjarnan niður meira í leiðinni, skelli í poka og geimi í frysti fyrir næsta drykk.


ummmm sáið bara hvað hann er ferskur og grinilegur.


Græn orka fyrir mig í dag.

Hafið það sem best í dag,
kveðja
Stína


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Monday, August 28, 2017

rustic og sjarmerandi innitps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Friday, August 25, 2017

Lítil sjarmerandi Strönd á Puero de Santiago,Tenerife

Ég var búin að gera bloggpóst um fríið okkar hjóna í litla sjávarþorpinu Puerto De Santiago, en það var svo margt fallegt að sjá á göngu um þorpið.
Sjáið þann bloggpóst hér:

Í fríi í bænum puerto de santiago á Tenrife.


En í þeim pósti röltum við um bæinn
og meðal þess sem við sáum þar var litil strönd sem heillaði okkur hjónin.

Í þessum pósti ætlum við að rölta aðeins aftur niður að strönd og staldra þar aðeins við og skoða hana enn betur en ég tók allt of mikið af myndum þar til að koma fyrir í fyrri póstinum.

Við gengum bara  stuttan spöl eftir fallegum stíg meðfram klettaströndini.

og gefum okkur góðan tíma í þessa stuttu leið,
stoppum og njótum!Svo erum við komin að þessari pínu litlu vík þar sem litla ströndin er,

og úti dóla bátarnir...  virkilega heillandi og fallegt.

Kominn tími á einn kaldann og  frískandi kokteil á barnum við ströndina. 

 Hinum megin við ströndina eru svo klettarnir þar sem alltaf var fólk að sóla sig og svamla um í sjónum.
Litla sjarmerandi ströndin 


Séð ofanfrá einn morgunin, 


Svartur sandur, bók að lesa og ískaldur bjór ...
lifið er yndislegt!

´
útsýnið af strandteppinu.

það er eithvað rosalega heillandi við það að hafa litla árabáta þarna líka....
svona til að minna á að þetta er bara lítið sjávarpláss


það getur alveg komið sér vel að hafa huggulegan bar við ströndina ....
og á miðri gönguleiðinni, en þessi stígur er vinsæl gönguleið þó þú sért ekki á leið í sólbað.


Virkilega heillandi og notalegtkrúttlegur bar með fullt af heillandi smáatriðum


ójú þessi bar heillar mig alveg með pottaplöntunum 
Svo er þarna lítil kapella til verndar sjómönnunum,

Þakka ykkur innilega fyrir að koma í þessa strandarferð með mér,
það er svo dásamegt að vera á svona fallegum stað og njóta hvers augnabliks og geta svo notið þess áfram hér.

kær kveðja
Stina Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Monday, August 21, 2017

Bjart og Ljóst Yfirbragð í Innliti Dagsins

 Innlitið í dag er í stórt og reisulegt múrsteinshús sem er innréttað í virkilega björtum og ljósum stíl. hvítur grunnur, hlír viður, plöntur og gamlir persónulegir munir setja svip sinn á þetta einstaklega fallega heimili.
Best Blogger Tips

Wednesday, August 16, 2017

Garðurinn minn - Blómstrandi í Júlí

 Ég gerði blómstrandi bloggpóst í júni, 
þar sem ég sýndi ykkur allt það sem blómstraði í mánuðinum,
getið skoðað hann hér:

Garðurinn minn - blómstrandi júni


og betra er seint en aldrei á vel við núna en hér er loks komð að bloggpósti um það sem blómstraði í garðinum í Júlí.

 Flest fjölæru blómin eru fyrir framan kofan sem er bakatil í garðinum og vonandi á þetta eftir að verða ævintýralegt blómstrandi svæði.

en enn eru beðin dáldið losaraleg og gisin en flest blómin í þessu beði fékk ég núna í sumar svo þetta verður spennanid að sjá næsta sumar.


Fingurbjargar blómið náði sér vel á strik eftir flutningana og blómstraði svona fallega í síðasta mánuði, mér skilst að það fjölgi sér vel svo vonandi verða þau orðin nokkur í hnapp fljótlega, en þannig eru þau fallegust finst mér.


Þetta held ég að sé Garðakobbi, það blómstraði ekki mikið og er pínu ritjulegt og gisið eftir flutningana en gerir sitt besta og beinir sínum fjólubláu blómum móti sólinni. 


Á móti kofanum er aðeins eldra beð en blómin þar eru sum á sínu öðru og þriðja ári held ég... sum höfðu meira að segja beðið í blómapottum í einvhern tíma eftir að fá blómabeð.
í byjrun Júlí var hér bara allt komið á hliðina. óvenju mikill vindur um mitt sumar setti sinn svip á blómabeðið þar sem Garða lúpinan og Jakobsstigi eða Polemonium coeruleum voru að skarta sínu fegursta.... nokkuð víst að þessar elskur fá stuðning næsta sumar svo við séum við öllu búin.
Jakobsstiginn er rosalega fallegur finst mér og hefur verið í beðinu í þrjú ár og hingað til staðið alveg uppréttur og ber lítil falleg blá blóm... 
sem sá sér alveg svakalega svo ég reiti pínulitla jakobstiga úr beðunum meira en hörðustu illgresi, en hann er þess virði.

þarna fremst eru blóm sem ég ræktaði upp af fræi:  Robinsons Giant mix, pyrethrum Daisy veit ekki islenska heitið, kom fyrst upp í fyrra og ég fékk bæði þennan dökkbleika og eitt blómstrar ljósbleiku. Mér finst hún passa rosalega vel með bleikum blómunum á Garðalúpínuni þarna við hliðina á henni....
eða að vísu hallar hún sér utaní hana.


þessi bleika litla dásemd var eitt af nýju blómunum í garðinum og tók svona rosalega vel við sér á nýja staðnum og blómstraði svona fallega. Veit ekki nafnið en það er frekar lágt og minnir á einhvern steinbrjót.


Þessi blómstrar reyndar ekki en er alltaf nálægt þegar ég er að stússast í garðinum 


Júlí er mánuður Sýrenunnar ..... bleik ilmandi blómin eru dásamlega falleg.og stórkvisturinn var þakinn hvítum blómklösum....


Stórkvisturinn ber nafn með réttu, hann knæfir yfir höfðinu á mér með hvítu blómin sín,


og  við hliðina á stórkvistinum er svo Meyjarósin sem mér finst algjört æði, hún er risastór, með upprettar langar greinar og í ár blómstraði hún alveg rosalega mikið, var alsett bleikum einföldum blómknúpum og hún var alveg gríðarlega vinsæl hjá Humlunum sem suðuðu stanslaust af ánægju.


Blátoppurinn blómstraði í Júní og komst þess vegna í júní bloggpóstinn en i Júlí bar hann svo þessi dökku ber. 


þessi rós blómstraði líka, ég veit ekki nafnið á henni en hún ber eins blóm og meyrarósin svo þær eru í stil í sitthvoru horninu, þessi er alveg þónokkuð minni þó hún sé samt stór og þétt. 


Uppi á efri lóðinni er svo Birkikvisturinn og hann blómstraði líka þessum fallegu hvítu blómklösum sem eru svo einkennandi fyrir kvistina. 


Þessi loðkvistur er ekki blómstrandi en ég tók mynd af honum því ég var svo glöð að sjá að hann fékk öll laufin sín aftur en í byrjun sumars var hann alveg allsber og ég helt hann væri bara ónýtur. En líklega hefur einhver óværa komist í hann snemma og klárað hann alveg án þess að ég hafi orðið þess vör. En sem betur fer þá jafnaði hann sig.
Nýja skrautrunnabeðið að framanverðu skartaði gulum lit í mai og júni og svo í júli vék guli liturinn fyrir bleikum blómum hansarósarinnar.
og þar með er Júlí liðin og ágúst plönturna komnar í blóma.
Vonandi hafði einhver gaman að þessum bloggpósti, ég amk geri ráð fyrir því og stefni á að setja svo inn nýjann bloggpóst með því sem er að blómstra í Ágúst.... þó það sé nú ekki nærri jafn mikið.
Ég sé að ég þarf að fá mér fleiri fjölæringa sem blómstra síðsumars.

Hafið það sem allra best og endilega klikkið á læk takkan ef ykkur líkaði pósturinn.
Kveðja
Stína.


Best Blogger Tips