Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...

Saturday, October 21, 2017

Nýjir Stanslar fyrir barnaherbergið frá The Stencil Studio


Ég var að fá sendingu af  virkilega fallegum stenslum frá The stencil studio,
úrvalið þar er ótrúlega mikið og skemmtilegt og jeminn hvað mér finst þetta  rosalega spennandi kostur og vonandi finst ykkur það líka.
 Þar sem mér finst stenslarnir svo ofsalega fallegir ákvað ég að kynna fyrir ykkur í bloggpóstum þau  munsur sem eru fáanleg  hér hjá Svo Margt Fallegt og eru væntanleg í netverslunina. 


Í vikuni sýndi ég ykkur þau munstur sem ég býð uppá í veggstenslum sem hægt er að endurtaka og gera að heilmynstri í staðin fyrir að veggfóðra....
 ég meina hversu kúl er það??
Ef þið misstuð af því getið þið kíkt á það úrval í linknum hér að neðan:

Nýjir Vegg-stenslar frá The Stencil Studio í verslun Svo Margt Fallegt


En núna ætla ég að sýna ykkur stenslana ég er með fyrir börnin... 
sem suma er að vísu alveg hægt að nota víðar um heimilið.


þessi litlu krúttlegu ský er bæði hægt að hafa á bara smá svæði, eins og td yfir barna rúmi eða til að þekja alveg heilann vegg og svo eru þau æðisleg til að skreyta húsgögn, lampaskerm eða bara hvað sem er í herberginu hjá litlu krílunum.

Fjalla stenslilinn er ég með í A4 stærð sem hentar vel á td kommóðu eða sem munstur á vegg td fyrir ofan húsgagn. En hann er hægt að fá mun stærri og þá til að stensla sem stóra mynd á vegg.  
Hafið samband ef þið viljið fá það sérpantað!

Stjörnur fyrir fólk á öllum aldri!


Litlir krúttlegir fílar í indverskum stíl.....


Þessi stærð er til á lager,
 en hægt að panta hann í mörgum stærri stærðum.


Svo eru til undurfallegar veifur sem gefa mikla möguleika, 
þið bara raðið saman litum og gerið sérsniðna fallega veifu í herbergi litla fólksins


veifurnar eru til með annaðhvort stjörnu....


....eða þá með hjarta!


Komið við hjá Svo margt fallegt og skoðið úrvalið af stenslunum og svo er það ykkar að finna rétta litinn og gera þetta að ykkar einstaka listaverki.


Er þetta ekki dásamlegt?

Í næsta stensla-pósti ætla ég svo að sýna ykkur Mini stenslana sem eru fullkomnir til að nota í föndur eða til að lifga upp á húsgögn.
Mini Stenslana notum við líka á nýju milk paint jóla-námskeiðunum í næsta mánuði og ég segi ykkur aðeins frá því líka.

En þangað til...
hafið það sem allra best
 og vonandi finst ykkur nýju stenslarnir jafn spennandi og skemmtilegir og mér finst.

kveðja
Stína Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Innit í Fallegt Hús í Vintage Stíl

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Friday, October 20, 2017

Heima á Föstudegi.


 Hér eru tónarnir núna frekar nutral, á gamla skápnum mínum í borðstofuni.....
grábrúnt, svart og svo grænar plöntur.
Mér finst vera einhver ró yfir þessum tónum, eins og ég sé að tóna heimilið niður eftir sumarið og undirbúa það fyrir vetrarskreytingarnar og hátíðina
 Eigið fallega og góða helgi,

Mínar bestu kveðjur,
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Wednesday, October 18, 2017

Nýjir Vegg-stenslar frá The Stencil Studio í verslun Svo Margt Fallegt


Ég var að fá í hús virkilega fallega og skemmtilega stensla frá The Stencil Studio, 
sem eru með svo mikið af fallegum stenslum af öllum stærðum og gerðum.

Ég byrja á nokkrum flokkum í minni stærðunum en mun svo bæta við úrvalið.
 Stærðin sem ég er með er í A4 stærð og minni, en öll þessu mynstur eru svo til einnig í stærri stærðum sem ég get sérpantað.


Stenslarnir eru að koma uppúr kössunum og verða komnir í netverslunina á næstu dögum.
En þangað til langar mig til að kynna fyrir ykkur þau mynsur sem verða fáanleg í netverslun Svo Margt Fallegt. 


Ég ætla að byrja á því að sýna ykkur þau mynstur sem ég mun bjóða uppá í veggstenslunum, sem hægt er að endurtaka og gera að heilmynstri í staðin fyrir að veggfóðra.Þetta Burkna munstur finst mér ótrúlega skemmtilegt 
og gæti verið fallegt í hvaða herbergi sem er á heimilinu.

Fallegt skandínavískt trémunstur 
sem er bæði fallegt í barnaherbergi eða annarstaðar á heimilið.....

og kemur vel út líka á td lampaskermi eða púða.


Svo eru það geometrísku mynstrin, en ég verð með nokkur þannig,
og öll geta þau verið annað hvort sem "veggfóður" eða stensluð á húsgögn, lampaskerm, púða eða jafnvel rúllugardínurnar... þið bara látið hugmyndaflugið ráða.


Sum eru svo með aðeins meiri retro fíling ..... og við bætum jafnvel smá marocco áhrifum við sumstaðar...
Öll þessi mynstur hér að ofan eru nú fáanleg hjá Svo Margt Fallegt í Keflavík og verða komin í netverslunina fljótlega....
já og svo vil ég benda á að flest mynstrin eru til í mun stæri útgáfu, sem ég mun svo bæta við úrvalið hjá mér og einnig get ég sérpantað það fyrir ykkur.


Svo verða næstu stensla-póstar um aðra flokka af stenslum....


 td barnaherbergin, 
jólamynstur og míní stenslar.


og svo verður nýtt spennandi milkpaint námskeið með jólastenslum.

 Hvað segið þið? 
Líst ykkur ekki bara vel á að geta veggfóðrar heilt herbergi með einum litlum stensli í hvaða lit eða litum sem við viljum!?


Með bestu kveðju
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips