Top Social

Á Föstudegi

November 3, 2017
 Systir mín sendi mér skilaboð um daginn og athugað hvort ég væri heima í hádeginu,
hún ætlaði að kaupa kjúklingasallat handa okkur  og koma mér.....


Ég þáði að sjálfsögðu boðið,
og ákvað að dressa sallatið aðeins upp.....
dró fram uppáhalds skálarnar mínar frá Greengate


blandaði því saman við ikea diska og lagði á borð með sparihnífapörunum

 Ég elska þessar munstruðu skálar og að blanda þeim saman við einlita diska eins og þessa og svo  eru lattebollarnir algjört æði, 
þó ég noti þá nú oftar sem skálar eða undir minni pottaplöntur heldur en sem lattebolla...
en þennan dag voru þeir sko settir á borðið fyrir kaffi


Sallatið komið úr takeaway boxinu, í fína skál og kalt hvítvín i glasið svo úr þessi varð einstök og falleg stund


já það þarf ekkert að vera mikil fyrir höfn, 
en fallega framreiddur matur er bara svo mikið mikið meira en bara matur,,,
það er upplifun.

Takk innilega fyrir að koma við
hafið það sem allra best í dag og góða helgi.
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
1 comment on "Á Föstudegi"
  1. Thanks for sharing, nice post!

    Anthaison chuyên cung cấp máy đưa võng tự động hay còn gọi là võng điện tốt nhất cho bé yêu và là địa chỉ bán máy đưa võng giá rẻ tốt nhất cũng như giải đáp thắc mắc may dua vong tu dong gia bao nhieu trên thị trường hiện nay.

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature