Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...

Monday, March 20, 2017

Heima Hjá Litlu Systir og Fjölskyldu

Fyrir áramótin málaði ég snyrtiborðið hennar systur minnar svo dóttir hennar gæti tekið við því,
og gerði í framhaldi  bloggpóst um það, sem varð fljótt einn af mínu vinsælustu.
(Sjáið allt um snyrtiborðið hér)


Þegar ég myndaði snyrtiborðið smellti ég af nokkrum myndum í viðbót á heimilinu og langar að deila þeim með ykkur þó það sé orðið nokkuð langt síðan þær voru teknar.
Myndirnar eru frá því daginn fyrir gamlársdag, svo það hefur áhrif.
Byrtan var ekki góð og þó ég sleppi myndum af jólaskrauti þá eru mandarínur í skál og ljósa stjörnur í gluggum.... 
Svo það er eins gott að drífa þessar myndir í loftið! ekki satt?


Eldri heimsætan fékk snyrtiborðið,
 en litla systir hennar á án vafa krúttlegasta herbergið í húsinu og býður uppá jarðaberjaköku, möffins og ljúfengt te þegar komið er til hennar.


Hún er með velbúið eldhús og þessi unga dama passar vel uppá að alltaf sé allt í röð og reglu og veit nákvæmlega hvar hvernig hún vill hafa allt sitt.


Er þetta ekki dásamlega krúttlegt og fallegt?


Veisluborðið hennar er sófaborð sem fanst á nytjamarkaði og var málað með Milk Paint...
gömul sófaborð geta nefnilega verið fullkomin borðstofuborð fyrir lítið fólk.


Te og tertusneið einhver?


Svo er það töffarinn sjálfur,
10 ára fótboltastrákurinn....


sem lifir fyrir fótboltann og hefur rosalega gaman að alls konar þrautum, eins og töfrateningnum og svo ótrúlega mörgu öðru.


Niðrí kjallaranum býr svo 18 ára dóttirin...


sú sem á fallega snyrtiborðið,
 sem var málað með milk paint typewriter!


jú jú þessi býr þarna líka. 


Svo er það þetta súper huggulega herbergi.Ókey förum aðeins upp aftur ......


Munið að myndirnar eru teknar í desember....
og nú langar mig bara í djúsí mandarínur!


Við vorum að gera klárt fyrir áramóta partý fjölksyldunar svo að ferskar fallegar rósir voru komnar á borðið.Ég gjörsamlega dýrka þennan kertaarin 

Þetta er bara svo fallegt!


 Ljósastjörnur í glugganum , piparkökuhús i bakgrunni, mandarínur og dagsbyrtan að hverfa um miðjan dag.....
dásamlegur árstími en nú má vorið fara að koma.
Takk fyrir að kíkja með mér.

Stína.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

innlit... töff industrial style


. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.


Best Blogger Tips

Sunday, March 19, 2017

Á Gömlum skipstjóraslóðum í Reykjavík


 Í gær deildi ég með ykkur innliti í íbúð sem ég myndaði í vikuni,


Íbúðin er við Öldugötuna, í einu af reisulegu fallegu steinhúsunum í hverfinu sem oft eru kölluð skipstjórabúsaðir 


og þegar ég fer þangað enda ég alltaf á að taka myndir af húsunum hinum megin við götuna... húsunum sem snúa betri hliðini útá götu, svo ótrúlega viðurleg og falleg.
En við ætlum að rölta aðeins niður götuna.


Gamli Stýrimannaskólinn í Reykjavík var til húsa á Öldugötu 23 á árunum 1898 til 1945. 
Síðar var gagnfræðaskóli í þessu húsi og enn síðar Vesturbæjarskólinn.

Þetta er glæsilegt timburhús sem lengi hefur sett svip sinn á bæinn


 og er friðað að utan enda alveg einstaklega fallegt hús.Röltum áfram um götuna og látum myndirnar bara segja sitt.


Hvíta húsið á horninu finst mér svo ótrúlega fallegtHafið það sem allra best í dag.
takk fyrir innlitið
kær kveðja 
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Saturday, March 18, 2017

gamalt hús í Vesturbænum á fallegum degi í vikuni

Ég skrapp í bæinn í vikuni til að taka myndir af lítilli íbúð í undurfallegu gömlu húsi og ég ákvað að deila þeim með ykkur í dag..
Hvernig líst ykkur á það svona á laugardegi?


Í einu af stóru flottu skipstjóra húsunum svokölluðu í Vesturbænum, er hús sem skipstjórinn hann faðir minn á og hann bað mig um að taka nokkrar myndir af lítilli sætri íbúð í þessu fallega húsi.

Best Blogger Tips

Friday, March 17, 2017

Góða Helgi!ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Thursday, March 16, 2017

Vara mánaðarin í Mars - Furniture Wax

Hversu mörg ykkar þola ekki að þurfa að vaxa húsgagn eftir að hafa málað það? þú hefur rosalega gaman að því að mála húsgagnið en þegar kemur að því að verja að, breytist brosið í grettu. Komið að  dramatísku tónlistinni. Það er kominn tími til að vaxa... og gráta!
Trúðu mér, við skiljum þig algjörlega því við höfum verið þarna líka.
Það eru tegundir af vaxi á markaðnum sem eru hörð, lyktandi og virkilega erfitt að bera á. Þú þarft að læra sérstaka tækni og kaupa sérstaka pensla til að bera þau á.

Við erum með góðar fréttir fyrir þig! 
Miss Mustard Seed´s Furniture vaxið getur unnið vax hjartað þitt aftur ef þú gefur því séns. Með blöndu af bíflugnavaxi og carnuba vaxi, er það súper mjúkt og kremkennt - næstum eins og kókos smjör.


Þú finnur líka muninn strax! Um leið og þú opnar vax dósina, tekurðu eftir því að það lyktar eins og náttúrulegt lotion. Það eru mineral efni í vaxinu sem gera þér auðveldara að bera það á en þú finnur ekki neina lykt af þeim. Þetta vax er alveg öruggt að nota innandyra og heimilið þitt mun ekki lykta eftir það.


Þegar þú ert tilbúin til að bera Húsgagna vaxið á, getur þú notað annaðhvort mjúkann klút eða pensil.


það þarf þá ekki að vera einhver rándýr vax pensill. Hér hjá Svo Margt Fallegt geturðu fengið tvær gerðir af penslum sem hennta vel til að bera vaxið á en ef þú átt gamlann bol heima, þá dugar það líka til.
Þegar þú berð vaxið á farðu með það eins og það sé krem. Ef þú makar of miklum áburði á hendurnar á þér, hvernig verða þær?
Kámaðar, er það ekki? 
Húsgagnið þitt mun verða eins ef þú notar of mikið vax.  Bara litið gerir mikið, og nuddaðu því inn meðan þú berð það á - alveg eins og með krem eða áburð.


Þegar þú ert búin, nuddaðu/pússaðu varlega yfir og þurkaðu allt umfram vax af yfirborðinu. Þú getur borið  margar umferðir á til að byggja upp extra vörn.
 Lykillin er að gefa hlutnum 30 daga til að jafna sig algjörlega (eins og allar aðrar varnir hjá okkur). Ef þú berð tvær umferðir af vaxi á eldhusborðplötu og byrjar að nota það næsta dag, ekki láta það koma þér á óvart ef þú færð för á yfirborðið. Gefðu hlutunum tíma til að jafna sig og harðna alveg áður en þú leggur alvöru notkun og traffík á það. Þrátt fyrir allt, þú lagðir alla vinnuna í að mála hlutinn. Ekki skemma allt saman með því að byrja að nota það of snemma.


Svo ekki afskrifa vaxið strax. Hugsið ykkur alla þá staði þar sem vax er notað til að verja - keilu salir, dans gólf, o.s.fr. Það er sterk og verndandi vörn sem er frábær kostur fyrir málaða hlutinn þinn. 
Prufið Furniture vaxið okkar  og losnið við vax fobíuna fyrir fullt og allt!

Vonandi fanst þér þessi bloggpóstur áhugaverður og fróðlegur
og ert einhverju nær um vaxið ef þu ert að leita að réttu vörninni yfir mjólkurmálniguna þína.
Þú getur líka lesið um Hamp olíuna í þessum bloggpósti hér.

Takk fyrir innlitið.
Kær kveðja.
Stína Sæm

Vaxið fæst, ásamt öllum MMSmilkpaint vörunum, 
hjá Svo Margt Fallegt,
Klapparstíg 9 Keflavík
og í netverslun Svo Margt Fallegt.

Pósturinn er upprunalega frá:

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips