Top Social

Bjartur og fallegur mánudagur

April 23, 2018
Í byrjun sumars er hver sólargeisli himnasending,
það hríslast um mig þessi dásemdartilfinning að brátt sé allt komið í blóma og ég geti notið þess að vera úti í garði eða á pallinum dögunum saman, berfætt í sumarkjól að stússast úti í garði....
það er mitt uppáhald.Svo ég hita upp með þvi að setjast útá svalir með kaffið,
tek með mér blómstrandi plönuna sem er á eldhúsborðinu.....


skoða dásamlega fallega tímiritið Hageliv og uterom 
og sé fyrir mér draumagarðinn minn og garðhúsið.


Logi gamli fylgir að sjálfsögðu með og fagnar því að geta setið úti og fylgst með götuni af svölunum.


Tímarit stútfullt af fallegum blómstrandi görðum og dásamlegum garðhúsum er gott meðlæti með kaffinu á svona degi.Góð stund sem boðar upphaf á góðri viku og dásemdar árstíð.


Hafið það sem allra best í dag

Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature