Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...

Monday, August 22, 2016

Innlit í einstakt hús á Spáni


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Mánudagsinnlitið í sjarmerandi, rustic, hvítum og gráum stíl

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Thursday, August 18, 2016

Einstök íbúð í Barcelona

Ég er á leið í frí til Spánar svo mér finst það við hæfi að skella inn einu óvæntu innliti frá Barcelona á Spáni.... 
ég er þó ekki á leið til Barcelona, en ómæ hvað mér finst þetta innlit flott og sérstakt.
Kíkið á:


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Wednesday, August 17, 2016

Hvað er milk paint?

Milk paint er ekki ný, fyrir ykkur sem vissuð það ekki, þó hún sé nýung hér á Íslandi, í raun er hún ein elsta gerð af málningu. Hún er duftkend, náttúruleg málning sem hefur verið til í þúsundir ára. Hún hefur fundist í píramídum Egypta og í hellamyndum og hefur lengi verið notuð í Bandaríkjunum á húsgögn, veggi, hlöður ofl. 

jelly cupboard
svo ef þú hefur séð eða ert svo heppin að eiga antíkhúsgögn frá Bandaríkjunum (100 ára eða eldri) með upprunalegu málningunni, er sú málning mjög líklega einhver gerð af milk paint.


Ókei svo það er þá á hreinu að Marian frá Miss mustard var ekki að finna upp milk paint... 
langt í frá.
Hún hinsvegar valdi að setja á markað sína eigin vörulínu með milk paint,
sem er Miss mustard seed´s milk paint.


Milk paint eða mjólkurmálning er ekki bara krúttlegt nafn útí bláinn. Hún er kölluð mjólkurmálning, því grunnefnið í henni er casein, sem er prótínið í mjólk. Hrátt casein lítur eiginlega út eins og þurrmjólk! 
(er í efstu sleifinni á myndinni hér að neðan)


Hráefnin sem notuð eru til að gera málningu úr mjólkurpróteíninu eru, talið frá toppnum, Casein (mjólkurprótin), krít, leir, oxíð (náttúruleg litaefni) og kalksteinn. Það er allt og sumt sem er í  MMS Milk Paint.
Fimm náttúruleg hráefni.Hún kemur í duftformi, sem getur kanski virkað fráhrindandi fyrir þá sem eru vanir fljótandi, opna-dós-og-byrja-að-mála málningu

Ástæðan fyrir því að hún er seld í duftformi er að um leið og hún er blönduð, verður hún viðkvæm,  Í duftformi endist hún hinsvegar endalaust, sem er einstaklega hentugt, sérstaklega ef þú málar öðruhverju.

Þegar duftið er blandað við vatn til gera það að málningu, er endingartíminn um það bil vika, það fer eftir því hvernig hún er geymd. Þess vegna skaltu bara blanda lítið magn í einu eftir þörfum.

Nóg er að hylja afgang af blandaðri málningu með plastfilmu eða geyma í lokaðri krukku og bæta svo smá vatni og hræra hressilega þegar þú ert tilbúin til að nota hana aftur.

Svo, hvers vegna milk paint?

Hvers vegna ákvað ég að selja þessa gerð af málningu hér á Íslandi?
Ég er mjög hrifin af gamaldags málningu og finst gaman að gefa húsgögnum gamlan karakter og hér voru fyrir nokkrir skemmtilegir möguleikar, en ég var forvitin um milk paint sem ég hafði verið að fylgjst með lengi á netinu og  þegar ég prufaði hana fyrst varð ég heilluð af því hversu raunverulega gömul áferðin virðist vera og hversu góð tilfinningin var við að vinna með hana.
Milk paint hefur einstakann "karakter" og getur virkað eins og hún hafi verið á viðfangsefninu alla tíð, Hún er fjölbreytt og kúnstug og getur verið allt frá þvi að vera slétt og felld eða gömul og flögnuð allt eftir því hvað þú ert að mála og hvaða útlit þú ert að leita að. Möguleikarnir eru enn að koma mér á óvart og þar sem málningin heillaði mig, tel ég að hún geti sjarmerað fleiri hérna líka. 
Ekki er nú verra að hún er náttúruleg, inniheldur aðeins 5 hráefni og svo eru litirnir alveg gordjöss finst mér. 
Þýtt, breytt og stílfært frá missmustardseedsmilkpaint.com/what-is-milk-paint/

Skoðið alla 25 litina okkar: Litakortið 
og allar hinar frábæru vörurnar og verðlisti hér: Vörulínan
og ef þú vilt læra meira um málninguna... kíktu á þetta: Námskeið.


Vonandi var þessi bloggpóstur gagnlegur og mig langar til að gera fleyri bloggpósta uppúr áhugaverðum bloggpóstum frá missmustardseedsmilkpaint.com sem vonandi reynast líka gagnlegir.

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips