Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...

Monday, May 15, 2017

Persónulegur stíll í 17. aldar húsi á Skáni

uppruni mynda:
skonahem.com

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Friday, May 12, 2017

Minn Stíll og Stefna á Heimilinu


Þetta er góður dagur til að skoða aðeins betur stofuna hjá okkur eftir að við skiptum um sófasett og sófaborðið var málað svart í leiðinni,  til að harmonera betur við annað sem ég hef málað svart hér í aðalrýminu.Sófasettið er gamalt og frekar smágert, það er ekki útskorið og munstrað eins og það sem var hér áður var, en það sett vara því miður bara alveg búið á því og þetta er í mun betra sandi... gamla settið fékk þó sem betur fer nýja eigendur sem ætla að gera það upp og gefa því nýtt líf. 
Planið hjá mér er að pússa upp viðargrindina á þessu og olíubera hana eins og ég gerði með borðstofuborðið og seinna meir á ég kanski eftir að yfirdekkja það ... sé til með það.Við losuðum okkur við hvíta skápinn sem stóð þarna í horninu og mig langar í gamal lága bóka hillu en þangað til þá skellti ég upp nokkrum trékössum sem á átti og finst það bara koma nokkuð vel út.
Eldhúsborðið og stólarnir voru fyrstu húsgögnin sem ég málaði með litnum Typewiter hér heims og það bara small inná heimilið og hefur smitað yfir í önnur húsgögn síðan þá.Gamla blómasúlan sem ég málaði fyrir nokkrum árum með hvítri kalkmálningu fékk td nýlega umferð af svartri milk paint.
mér líkar það vel að öll húsgögnin sem eru máluð á hæðinni verði máluð með Typewriter, það sem er viður eins og á sófasettinu og borðstofustólarnir ætla ég svo að pússa upp og olíubera....finst svona hreinn og semimattur viður passa svo vel við svarta litinn og krydda það svo með gömlu og nýju handverki, plöntum og skemmtilegum gersemum.Sófaborðið var sem sagt eins og ég sagði áður málað svart um daginn, það hafði áður verið málað hvítt og grátt með milk paint en nú var komin tími á að það fylgdi öðrum máluðum húsgögnum á hæðinni
 og fengi umferð af Typewriter litnum okkar.
Sjáíð bloggpóst um það hér:

Sófaborðið mitt sem hefur verið málað tvisvar með Milk Paint....Ég er bara ótrúlega ánægð með þessa breytingu.
Svo eru miklar pælingar með forstofuna, þar er ég byrjuð á framkvæmdum og með mjög mótaðar hugmyndir í kollinum og það verður dáldið dökt og seiðandi.... 
en það var sett á bið þegar ég skráði Svo margt fallegt á
 stórsýninguna Amazing Home Show 
Þið getið fylgst með undirbúningnum fyrir sýninguna á Svomargtfallegt snappinu 
og svo væntanlegum breytingum á heimilinu í framhaldi.

En hafði það sem allra best um helgina
kær kveðja 
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Saturday, May 6, 2017

Nýtt og svo ótrúlega flott Macrame vegghengi í stofuni

Sástu bloggpóstinn sem ég gerði um daginn um:

Hand unnar og fallegar hnýttar vörur frá Marr netverslun.. Macramé handverk ?

Ef ekki, er málið bara að kikja á það núna!


Mig hefur lengi langað til að hnýta mér fallegt Macramé vegghengi en ekki komið því í verk og sé ekki að ég sé neitt á leiðinni með það á næstuni en þegar ég kynntist nágrönnunum mínum þeim Nönnu og Pálma og hversu ótrúlega fallegar vörurnar eru sem Nanna er að gera var málið bara leist og vegghengið komið!

Það þarf ekkert alltaf að vera að flækja hlutina.


Þegar ég breytti aðeins til í stofuni um páskana og var að koma hlutunum fyrir hjá mér aftur var vegghengið bara punkturinn yfir i'ið....


Það var pússlið sem vantaði til að fullkomna myndina.


Ég er bara að elska þetta handverk! 

Ég stendi mig að því að vera að dáðst að því öllum stunum... 
frá öllum sjónarhornum.


En vá hvað mér finst gaman að vera með eithvað nýtt inná heimilið til að deila með ykkur
og það eithvað sem mig hefur dreymt um svona lengi.


Ég byrjaði á því að setja það upp á krókinn sem er við hliðina á gömlu tekk kommóðuni og yfir gamla vínkútnum  frá tengdo, en er með annan stað í huga líka.... 
eiginlega er ég með nokkra staði sem ég hef alltaf verið að sjá fyrir mér að hafa vegghengi á, 
svo líklega á það eftir að færast eithvað til ....
og byrtast ykkur á ný.

(En þið finnið Marrvefverslun hér)

Vonandi hafið þið það sem allra best í dag.
Góða helgi
Stína Sæm.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Friday, May 5, 2017

Bjartsýni.....

Mér finst það alveg dásamlegt þegar sólin skín innum opna svalahurðina snemma á morgnana...
þá finn ég að sumarið er virkilega að nálgast.


ohh sjáiði hvernig dagsbyrtan flæðir um eldhúsið!


Greinar í vasa á eldhúsborðinu ....
Dásamlegt!


Er þetta ekki góð ástæða til að vera bjartsýn?

Hafið það sem allra best í dag.
Með bestu kveðju
Stína Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Wednesday, May 3, 2017

Hrafnhildur Urbon málar furuskápinn sinn hvítann með MMS Milk Paint

Muniði eftir svarta fallega skenknum sem hún Hrafnhildur  málaði  og ég deildi með ykkur í mjög vinsælum bloggpósti í október?

Hér  finnið þið hann:

(Hrafnhildur Urbon Málar Viðarskenkinn sinn Svartann með Milk Paint Typewriter)

Nú er svo komið að því að ég deili með ykkur furu eldhúskápnum hennar,
 eins og ég lofaði í bloggpóstinum hér að ofan,
en hann fékk dásamlegt hvítt shabby chic útlit með milk paint í vetur.

Henni Hrafnhildi er nú ýmislegt annað til lista lagt en bara að mála húsgögn og ég hef séð ýmislegt vandað og fallegt handverk eftir hana síðan ég kynnstist henni.  
Hún er hárgreiðlumeistari og mikil handavinnukona en prjónarnir virðast leika í höndunum á henni eins og allt annað. 
Sjáið bara sjálf, hún er með síðuna HUG design shop á facebook... 
skellum læki á það!


En aftur að skápnum og milk paint......


Hún málaði hann allan að innan og utan,  sjúskaði hann vel niður til að fá svona Shabby chic útlit og setti nýjar alveg gordjöss höldur á hann.
Svo hún er komin með alveg nýjan sjarmerandi skáp.
En kíkjum aðeins á myndirnar af honum áður:


Mjólkur málning hentar einstaklega vel til að mála svona fururhúsgögn, sérstaklega þau sem eru alveg óvarin......


 þar sem málningin drekkur sig inn í yfirborðið  ef hún er borin á hráann við
 svo áferðin verður alveg sérstaklega falleg og karakterinn í viðnum heldur sér vel.Ég var þessvegna  ofsalega ánægð þegar Hrafnhildur var til í að senda mér myndirnar af skápnum hennar til að  ég gæti deilt þeim með ykkur í nýju bloggpósti.

Ég ætla bara að láta myndirnar tala sínu máli og leifa ykkur að sjá hversu vel tókst til hjá henni,
mér finst alveg sérstaklega gaman að sjá hvað hún sjúskar hann mikið til að gefur honum virkilega sveitalegt og gamalt útlit.Finst ykkur hann ekki æði hjá henni?

og hversu dásamlegt væri ekki að mála svona skáp til að hafa uppí sumarbústað þar sem hann myndi njóta sín í Íslensku sveitasælunni?
Ef þú átt húsgagn sem þig langar til að gefa nýtt útlit geturðu skoðað litaúrvalið HÉR
Verslað málninguna í NETVERSLUNI eða komið hingað til Svo Margt Fallegt í Keflavík og fengið leiðbeiningar í leiðinni.

Ég þakka Hrafnhildi innilega fyrir að senda mér myndirnar og vonandi á ég eftir að gera fleiri bloggpósta með milk paint verkefnum frá öllum þessum hæfileika ríku milk paint málurunum sem ég hef kynst í gegnum Svo Margt Fallegt.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Tuesday, May 2, 2017

Innlit í flotta íbuð Í Hollandi....


Ég fann þetta fallega innlit hjá
  Scandinavian Fancy window 
En þar finn ég oft undurfalleg innlit til að deila með ykkur.
og mig langar til að láta henni eftir að lýsa heimilinu með viðeigandi lýsingarorðum:

 An eclectic home in North Netherlands, renovated family place with contemporary standard. The inner décor is a mix of ethnic & vintage style with an industrial touch......

Já þar höfum við það, ég bara hefði ekki getað orðað þetta betur!
fancywindows.blogspot.is

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Wednesday, April 26, 2017

Sófaborðið mitt sem hefur verið málað tvisvar með Milk Paint....

Ef þú ert í vandræðum með að ákveða hvernig útlit þú vilt á húsgagnið þitt, ert með valkvíða eða langar til að nota afgerandi lit en óttast að fá leið á honum! Þá bendi ég stundum á að það versta sem getur gerst ef þú færð leið á litnum eða bara  skiptir um skoðun seinna, er að þú einfaldlega málar bara aftur!
 og fyrir okkur breytingarglöðu er það bara ny breyting og ekkert nema plús.


En þannig var með sófaborðið sem ég var að mála núna um páskana og við fáum hér að sjá í tveimur gjörólíkum lítum.


Mér áskotnaðist þetta borð notað fyrir löngu síðan
 og málaði það hvítt og grátt með Miss mustars seed´s milk paint í litunum Ironston og Trophy.
Þá naut ég þess að mála öll viðarhúsgögnin mín hvít og fékk þannig ljóst og létt yfirbragð yfir heimilið.
Borðið kom æðislega vel út svona hvítt og það er fallegt hvernig það varð pínu sjúskað og grófur dökkur viðurinn skín í gegn.
 

Ég gerði bloggpóst um það á sínum tíma þar sem þið getið séð nærmynd af því og mynd af því fyrir:

Nýmálað sófaborð, febrúar 2015


En svo með tímanum hefur tónninn á heimilinu breyst og húsgögnum verið skipt út og nýjir litir tekið yfir á síðasta árinu og þegar mig langaði  í aðeins hrárri og sjúskaðri stíl  pússaði ég málninguna vel niður og lét viðinn skína mun meira í gegn (er ekki með mynd af því)
á timabili var það jafnvel komið niður í sjónvarpshol og annað borð komið hingað upp.
Allt fyrir breytingar!


En núna um páskana  ákvað ég að mála borðið aftur svo það passi við allt hitt sem ég hef verið að mála svart  á aðalhæðinni.
Hér að ofan sjáið þið borðið með bara hrárri óvarinni málninguni. 
En þegar búið er að mála
 er skemmtilegasta vinnan eftir....  
að fá rétta útlitið og karakterinn í málninguna!!


En svo pússaði ég yfir málninguna og sjúskaði hana vel til  svo ég fékk viðinn í gegn á vissum stöðum. Ég pússaði fyrst yfir það með alveg fínum sandpappír og fór svo með aðeins grófari á slitfletina á fótunum  og hornunum á borðinu til að fá þetta útlit.....
og mér finst það algjört æði!!


Ég bar svo vax yfir allt til að verja málninguna, fá dýpri og dekkri lit og til að fá þessa gömlu bónuðu áferð.


Sjáiði hvað borðið er í góðum félagskap með hinum svörtu máluðu húsgögnunum í stofuni!


Ég verð að segja að núna  finst mér þetta svarta útlit passa jafnvel enn betur við þessa gerð af húsgögnum, þetta bara smellpassar við útlitið og svo er þetta svo rosalega mikil breyting frá hvítmáluðu að það fær breytingarglaða hjartað mitt til að slá aðeins örar af hamingju.


Nýmálað borðið átti líka alveg skilið  nýja pottaplöntu. 


Ó ég er svo ánægð!!

Svo ég spyr: af hverju að veltast um  með valkvíða, ótta við að fá leið á litnum, eða að hann sé að fara úr tísku bráðlega!?
Ég meina.....vitiði hvað það er rosaleg gaman að mála svona og sjá það umbreytast í nýtt húsgagn?
Þetta er nefnilega virkilega auðvelt og fljótlegt.


Hvað ætli verði næst?
Kanski á ég eftir að mála það grænt einhvern daginn!
En amk ekki strax :)
konan er sátt í bili

Takk fyrir innlitið,
kær kveðja
Stína Stæm.
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips