Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...

Friday, February 17, 2017

Snyrtiborð Fær Nýtt Útlit með Milk Paint Typewriter og Hamp Olíu


Þetta stórglæsilega snyrtiborð sem núna prýðir herbergið hjá systurdóttur minni, málaði ég milli jóla og nýars og er nú loks orðið að bloggpósti til að deila með ykkur.... 

en þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og velhepnað verkefni og til óvenju margar myndir af verkefninu sjálfu til að gera bloggpóst úr.


Snyrtiborðið var algjör draumur..... alveg dásamlega fallegt.
Var fyrsta afmælisgjöfin til systur minnar frá eiginmanninum og hafði verið mikið djásn, en var komið í geymslu og við búnar að tala um að mála það allt síðasta ár með það í huga að dóttirin fengi það í sitt herbergi. Loks var borðið dregið út úr geymsluni og.....  óboy hvað mig var búið að hlakka til að mála það og það var bara enn fallegra en mig minnti.
Ég blandaði smá af Typewriter og meðan málningin fékk að standa í 10 mín var borðið pússað aðeins niður, húsbóndinn var með juðarann á lofti og við renndum yfir það allt... við það verður viðurinn berari og hreinni og þá drekkur hann málninguna í sig og áferðin verður svo dásamlega fallegt.
Svo vara bara að byrja að mála. 
Á myndunum hér að neðan sjáið þið hvað Typewriter er svartur meðan málningin er blaut en verður svo alveg kolagrár og áferðin þurr og mött þegar hann þornar.....


Svo pússaði ég létt yfir málninguna með alveg fínum sandpappír til að slétta málninguna svo áferðin verður alveg slétt og mjúk og til að fá slitfletina smá snjáða og sjúskaða


Eins og þið sjáið er málningin alveg grá og ekkert lík því sem við venjulega sjáum á myndum af  verkefnum með Typewriter....


Hér er ég aðeins byrjuð að bera olíu á skrautið sem á að bera uppí spegilinn.... 
en sést ekkert voða vel hérna því miður.
Hamp olían er til að verja málninguna og gerir litinn mun svartari og dýpri.


Kollurinn sem fylgir með er algjört æði og fékk sömu meðferð. Olían var síðan líka borin á leðursessuna til að næra og verja leðrið sem var orðið frekar þurrt og slitið eins og við sjáum hér.


og hér er búið að bera olíu á  borðið og stólinn og leðrið 
og það komið í nýja herbergið sitt......herbergi 18 ára heimasætunarsem á örugglega fallegasta snyrtiborðið í bænum...og var svo ótrúlega þakklát og ánægð með gamla borðið hennar mömmu sinnar.


Þvílíkar línur!!
Ég vil nú bara óska flottu frænku minni til hamingju með borðið sitt í glæsilega herberginu.
Það eru svona milkpaitnt-verkefni sem gera þetta svo ótrúlega skemmtilegt allt saman....
ég meina hversu hrikalega heppin er ég?!

Eigið góða helgi.
Kveðja;
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Monday, February 13, 2017

Dökkt og töff heimili hjá sænskum hönnuðips. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Saturday, February 11, 2017

Framkvæmdir hjá syni mínum, myndir fyrir og á meðan


Mig langar til að deila með ykkur smá framkvæmdum sem eru í gangi  í næsta húsi.
(ég vara við að pósturinn verður kanski frekar langur og innihlegur fullt af mynum af óreiðu ;) 
En fyrst skulum við aðeins rifja upp:

Sonur minn og ömmudúllan fluttu í næsta hús við okkur fyrir tveimur árum .....
Hér eru þau með lyklana að nýja húsinu sínu.

Sjáið meira af nýja húsinu: Nýju nágrannarnir mínirog svo kíktum við yfir til hans og sáum hvernig gekk að koma sér fyrir
 stuttu síðar.
Þið sjáið það hér: Kíkt yfir í næsta hús.


Neðri hæðin hjá honum skiptist í tvennt: stofan var að framanverðu og eldhús og borðstofa baka til.
Svo að veggur skipti ríminu alveg eftir endilöngu og tvö hurðargöt voru úr forstofuni.
en svo í vetur ákvða hann að ráðast í að opna eldhúsið inní stofu 


Byrjaður að brjóta niður vegginn og hér sjáum við að úr forstofuni eru tvö dyraop, eitt inní  stofu og annað inní eldhús....
og svo var þetta eins og svo oft í þessum húsum hér áður fyrr að gengið var úr eldhúsinu inni innra herbergið.


og  úr eldhúsinu erum við farin að kíkja inní stofu,
sjáum þetta sama sjónahorn aftur hér neðar í póstinum.


húsbóndinn sjálfur

 og þegar búið var að opna alveg inní eldhús og bara bitarnri eftir.... og vá hvða mér finst þeir gamlir og flottir


nóg að gera!


Á veggjunum voru allskonar klæðningar, frá hinm og þessum tímabilum. Engin gamall orginal panill sem gaman hefði verið að halda. svo gömlu-allskonar klæðningunum var skipt út fyrir slétta og hreina gifsveggi.


Eldhusið farið (það sem var heilt var gefið og endurnýtt) og búið að loka inní herbergið við hliðina, sem var borðstofa en verður sjónvarpshol.


nýjir og sléttir veggir.

Allt að gerast. 

ótrúlegur munur að opna svona á milli og dyraopin tvö orðin að einu stóru opnu opi úr forstofuni.


úr forstofuni og inní stofu.... 
sama sjónarhorn og við sáum ofar í gegnum hálfbroftinn veggin


Búið að mála, taka til og þrífa.... nýjir gólf og loftlistar væntanlegir


Húsgögnin komin á sinn stað


og þarna... sjáið hús nágrannans?
ekki langt fyrir okkur að fara.

Nú er komið að eldhúsinu, stofan er orðin stútfull af kössum og helgin mun fara í að setja upp nýtt eldhús....
Þið getið addað Svo margt fallegt á snappchat 
og fylgst með eldhúsinu verða til og hvernig heimilið tekur á sig mynd_hjá feðginunum í næsta húsi.

og svo læði ég kanski einni mynd eða fleyrum inná Svo margt fallegt fb síðuna.
Svo fylgist með.


Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Thursday, February 9, 2017

Litur Febrúar Mánaðar - Farmhouse WhiteEins og þið sáuð í síðasta pósti þá eru Litir mánaðarins í Febrúar Arabesque og Farmhouse White..
Við höfum þegar skoðað litinn Arabesque alveg sérstaklega (sjáið hann hér)og núna sjáum við þá hvíta litinn Farmhouse White sem kom nýr inní litalínuna okkar á síðasta ári.


Farmhouse White er sérstakur því hann er gerður úr blöndu af öllum þremur hvítu litunum okkar 
saman... svo hann þekur mun betur en allir hinir hvítu litirnir okkar. Þegar Farmhouse White kom á markaðinn var gerður bloggpóstur sem gerði honum góð skil og þessi fallegi skápur hér að ofan var þar í stóru hlutverki, svo ég mæli með að þið kíkið á bloggpóstinn um nýja litinn Farmhouse White:

Nýr Litur í Hillurnar


Kær kveðja
Stína Sæm

Athugið að báðir litirnir eru í Netverslun Svo Margt Fallegt 
ásamt öllum hinum vörunum frá MmsMilkPaint.
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Wednesday, February 8, 2017

Litur Febrúar mánaðar - Arabesque

 Litir mánaðarins í Febrúar eru Arabesque og Farmhouse White....
og eru þeir ekki æði?


það þyðir að við ætlum að einblína á þessa tvo liti í febrúar og kynnast þeim aðeins nánar
og núna í dag ætlum við að skoða dásamlega bleika litinn Arabesque alveg sérstaklega

Þessi einstaklega kvenlegi litur er einnig ótrúlega nutral, sem gerir þennan bleika svo mikið meira en bara fyrir barnaherbergið.
Hér sjáið þið allar ólíku varnirnar okkar yfir Arabesque,
Hvítt vax, húsgagnavax, Antíkvax eða hampolian sem allar gefa litnum ólíkt útlit.
Ef þú vilt ekki mikið bleikt geturður tónað litinn niður með hvíta vaxinu og fengið meira shabby chic útlit eða notað antíkvaxið fyrir aðeins meira gamalt útlit og með hamp olíuni færðu enn meiri dýpt og lit.Hugsið ykkur gamla ballet skó og antíkbleikar rósir 
og þið fáið hugmynd hverju þið eigið von á þegar þið kaupið pakka af Arabesque.


Þannig að þetta er rétti mánuðurinn til að opna einn pakka af þessum fallega bleika lit,


Sjáið hvað duftið sjálft er fallegt á litinn.....  
svo hlutlaust og milt með þessum bleika tón.


 Við bara blöndum duftinu saman við vatn....


og hrærum það vel saman þar til við erum með mjúka rjómakenda blöndu


og þá erum við tilbúin að mála.
það er alveg margföld ánægja að vinna með svona fallegann lit
 og hann kemur sífellt á óvart.

Á Þingvöllum
Ég hef td málað fallegann furuskáp með Arabesque,
 fyrir svefnherbergið  í sumarbústað.Miss mustard seed´s málaði þessa kommóðu til að kynna Arabesque þegar hann bættist i linuna og hér sjáum við vel hversu fallegur hann er með brúnum litum


 og ég mæli alveg sérstaklega með þvi að mála dökk húsgögn með Arabesque og leifa dökkum viðnum að sjást vel í gegn.

cori henderson
Fallega balletstaðan Arabesque sem liturinn er nefndur eftir.

Ef þið viljið sjá meira og fá Arabesque og bleikann innblástur þá er um að gera að kíkja á Arabesque lita-innblástur sem ég skrifaði á síðasta ári,
 eða að skoða fallegar antíkbleikar myndir á pinterest.

Hér getur þú nálgast Arabesque og alla hina litina frá MmsMilkPaint:

kveðja
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips