Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...

Saturday, September 24, 2016

50 Shades Darker.... Dökk og seiðandi heimili


Dökkir litir eru að verða æ algengari á heimilum í dag
dökkir gráir tónar í bland við hlílegan við gefur heimilinu dökkt og seiðandi yfirbragð.

design-milk.com
estliving.commyscandinavianhome.com

one-report-one-apt-three-stylists

IKEA
http://trendenser.se/


small-dark-dreamy

trendenser.seps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Wednesday, September 21, 2016

Lita Innblástur með Mora / Miss Mustard Seed´s Color Inspiration

Við höldum áfram með blogg seríuna,

 Milk Paint Lita Innblástur 

Þetta er myndasería í anda Svo Margt Fallegt,  en ég hef alltaf verið hrifin af myndasyrpum sem hafa eithvað eitt sérstakt þema.
Í þessum seríum deili ég myndasyrpu með fallegum myndum, innblástnum af einum lit frá Miss mustard seeds milk paint.
Á sumum myndunum er myndefnið málað í litnum sjálfum, 
aðrar eru einfaldega bara fallegar myndir sem minna á litinn okkar.

Nú er komið að lita innblæstri með Mora
sem er annar af tveimur litum mánaðarins í september.Mora er nefnd eftir þekktu bogadregnu klukkunum frá Mora í Sviþjóð.
Aðeins smá hinnt af lit - hlutlaus með gráum, bláum og grænum undirtón.

María kynir Mora til sögunar á þessari fallegu kommóðu.


Sænskir tréhestar málaðir með milk pait mora.


Fallegt hadmálað munstur á Mora kómmóðuni frá Miss mustard seed´s


Skápur málaður með Mora að utan og Boxwood grænum að innan.


Falleg klukka í lit sem minnir á litinn okkar.


Jú jú og auðvitað skelli ég inn einni hurð í litainnblásturinn eins og alltaf.


Þrjár ótrúlega fallegar  klukkur með fallegri gamalli áferð.


hér er klassískur sænskur beddi í fallegum Mora lit.

pinterest.com/missmustardseed/mora
Ef þið hafið ekki verið að fylgjast með syrpunni
 þá eru póstarnir hér að neðan:
skoðið alla 25 litina Hér 

með kærri kveðju
Stína Sæm

Málninguna er hægt að nálgast hjá

Svo Margt Fallegt  

Klapparstíg 9, 
230 Keflavík


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Tuesday, September 20, 2016

Nágrenni mitt á björtum septemberdegi

Það hefur komið fram hér áður að á Ljósanótt var ég með opna vinnustofuna og tók á móti fullt af fólki yfir helgina. 


Það sem einkenndi þessa helgi var alveg einstaklega fallegt veður og á föstudeginum fór ég hér útfyrir og smellti af nokkrum myndum af mínu nánasta umhverfi......

heiðbláum himninum og blómum sem enn skörtuðu sínu fegursta.og við getum líklega gert ráð fyrir að þetta verði síðustu sumarmyndirnar okkar í ár.


Síðan þá hefru verið svo mikið að gera að þessar myndir bara gleymdust hjá mér en eiga svo sannarlega skilið að komast á Svo margt fallegt bloggið.

Svo eigum við ekki bara að kíkja aðeins hérna uppá gatnamót og líta í kringum okkur á þessum fallega septemberdegi.

 Hér í hverfinu vantar nú ekki litadýrðina sem smellpassar við skærbláann himininn.
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Wednesday, September 14, 2016

Lítið Saumaborð Málað með Mora og Shutter gray

Þetta litla krúttlega borð var búið að bíða lengi eftir að fá ást og umhyggju á vinnustofunni hjá mér. 
Ég var alltaf nokkuð óákveðin með hvað myndi hennta því. Svo þegar ég sá hvaða litir væru litir mánaðarin í september, var bara eins og þeir væru ætlaðir á þetta borð svo litirnir voru blandaðir og borðið klárt með það sama.


Þegar kom að því að mymda þetta fallega litla borð ákvað ég að skella því bara út á bílaplan og mynda það úti, á sólríkum fallegum haustdegi, á steinhellum, innanum lítil og gömul húsin í götunni.
Mér fant það bara eiga svo vel við þetta litla og gamla borð og hellurnar og grófleikin skemmtileg anstæða við krúttlega heklaða leikfangabangsana sem ég valdi til að stilla upp á borðið. 

Þegar kom að því að mála borðið varð lítið um myndatöku en hinsvegar  sendi ég snapchat af þvi alveg frá A-Ö á Svo margt fallegt snappinu.

Það var úr ljósum við og mjög eytt og máð, sérstaklega á borðplötuni svo ég bara létt pússaði yfir það allt og málaði svo allt borðið með Mora sem er ljós mjög óákveðin litur.

 bíflugnavax borið á þar sem ég vildi láta Mora sjást og seinni litinn mást af. Svo var borðið málað með Shutter Gray sem er fallega blá-grár litur og loks pússað létt yfir til að fá málninguna alveg slétta og mjúka og um leið að fá ljósann óræðann undirtóninn í gegn.Loks málaði ég smá munstur á slétta framflötin...... sem bara kallaði á smá skreytingu
 og pússaði svo yfir blómamunstrið til að eyða þvi aðeins og fá það gamalt og þreytt.

Borðið varði ég svo allt með Hampolíu og ljós undirtónninn nýtur sín vel þar sem hann skín í gegnum eftri litinn.

Borðplatan, máluð með Mora og pússuð vel til í lokin.


 Hér sjáið þið hvernig áferðin á viðnum undir málninguni kemur í gegn, svo það er eins og málningin hafi veirið á borðinu alla tíð og elst með því en þó er málningin mjúk og slétt viðkomu.

Krúttlegasta handavinnu-borðið með hólfi undir borðplötunni fyrir allt garnið
 og skúffum fyrir allt hitt nauðsynlega handavinnu-dóttið.
Er þetta ekki krúttlegt og sætt?

Ég vil benda á að hægt er að fylgjst með mjólkurmálningunni og sjá fræðslu og fallegt efni á nýrri facebook síðu: facebook.com/mmsmilkpainticeland/
Á þeirri fb síðu verður einungis Milk paint tengt efni.Takk innilega fyrir innlitið
kær kveðja
Stína Sæmps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips