Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...

Tuesday, March 28, 2017

Málað Með Milk Paint Heima Hjá Madda

Eftir Framkvæmdir Hjá Syni Mínum, Nýjar Myndir fyrir og Eftir

Bloggpósturinn heima hjá Madda er aldeilis að slá í gegn hér á blogginu...
Ef þú misstir af því þá geturður kíkt á hann hér að ofan.

En heima hjá honum eru nokkrir hlutir málaðir með Milk Paint í nokkrum vel völdum litum og við ætlum aðeins að skoða það nánar og sjá hvernig hægt er á auðveldan hátt að bæta smá lit inná heimilin.  Við notum liti sem koma sérstaklega vel út á  stílhrein heimili í skandinavískum stíl.


Við notum dáldið mikið gráa litinn Trophy og svo gula Mustard seeds yellow, Apron string (sem er hættur en fæst með þvi að blanda mustard seed´s yellow og rauða litinn Trysicle) og svo himin bláa litinn Eulalie´s Sky.


Í forstofuni er stór spegill sem er málaður með Trophy.. 
(var áður silfurlitaður minnir mig)
Sjáið fallegu nýju gólflistana hjá honum.... öfund hérna megin!!


Tré kúlurnar fást í flestum föndurbúðum, ég keypti þessar í Skor í Reykjanesbæ, og þar sem þetta eru bara trékúlur þá eru þær æðilsega til að mála með milk paint, viðarútlitið verður svo náttúrulegt og fallegt. Svo setti ég olíu yfir til að draga enn meira fram litinn og verja málninguna.

þessi skenkur er málaður með Eulalie´s sky og fékk alveg sér bloggpóst á sínum tíma þegar hann var málaður og hann stendur enn fyrir sínu og passar bara fullkomnlega inní nýja útlitið og með nýja eldhúsinu.
Sjáið allt um hann hér:

Skenkur málaður í fallegum björtum lit með Milk Paint.og svo er það kerta arininn sem er líka málaður með Tropý, varinn með Furniture vaxi og svo borið á hvítt vax í lokinn til að fá smá "white wash" útlit.
Barstólarnir eru gamlir fururstólar sem byrjað var á fyrir löngu, (fyrir milk paint tímann) en enduðu svo hálfkláraðir uppí skáp á vinnustofuni hjá mér, annar hálfmálaður með einhverju og hinn ekki. 
Hér eru þeir svo loks komnir með tilgang, málaðir með Trophy og varðir með Tough coat svo þeir þoli allt það sem þeim verður boðið uppá. það þarf þó að taka aðeins neðan af þeim svo þeir passi við borðið en annars eru þeir bara fullkmnir þarna.


það er síðan kominn einn myndarammi í gula litnum Mustar Seed´s Yellow og ætlunin að mála líka einn í hinum tveimur litunum til að setja innanum hvíta og svarta ramma.
En við skoðum það líklega síðar.

Alla litina geti´ði skoðað hér:
og réttu vörnina finnurðu hér:
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Monday, March 27, 2017

Innlit inní fremur óvenjulegt heimili í Hollandi... // white rustic interior

 þar sem allt hvítt og allt svart myndar miklar andstæður í bland við náttúruleg og hlíleg atriði
vtwonen.nl

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Sunday, March 26, 2017

Eftir Framkvæmdir Hjá Syni Mínum, Nýjar Myndir fyrir og Eftir


Muniði eftir bloggpóstinum sem ég byrti um daginn, um framkvæmdirnar heima hjá syni mínum hérna hinum megin við götuna?
Þið getið skoðað þann póst hér:
En áður en við sjáum nýjar myndir ætlum við að rifja aðeins upp hvað hann gerði svona í helstu fréttum:


Það var sem sagt veggur sem skildi að stofuna og eldhúsið 
og tvö hurðarop úr forstofuni inní sitthvort rýmið.....  
myndir teknar þegar hálfnað var við að rífa niður vegginn sýna eiginlega best hvernig þetta var... annars væru þetta bara myndir af  hvítum vegg!!


hér er gamla innréttingin komin í ljós og eins og sést hér var opið úr eldhúsinu inní herbergi/borðstofu og þaðan inní stofu... þessu gati var lokað og borðstofan varð að sjónvarpsholi og ýmislegt annað fylgdi líka eins og gerist og gengur .


Það þekkja það allir sem hafa einhverntíma sett saman heila eldhúsinnréttingu að það er nauðsynlegt að lesa alla bæklinga og fylgja leiðbeiningunum vel....
Ég mæli líka með að ráða góðann verkstjóra í verkið.

og þá er komið að því að sjá hvernig tókst til....Veggurinn er farinn og allt orðið opið og bjart með nýtt eldhús.


og hurðaropin tvö eru orðin að einu flottu hurðaropi með fallegum skrautlistum sem pabbi sonarins smíðaði fyrir hann, ásamt stórum og flottum gólflistum á alla hæðina.

En skoðum eldhúsið aðeins betur:Stílhreint og fallegt
Það er enn hitt og þetta eftir eins og að setja gólf og loftlista í eldhúsið, smíða utanum styrktarbitann í loftinu, setja enda plötuna á innréttinguna og svo allt þetta skemmtilega eins og að setja eithvað á veggina.... 
Bakhliðin á húsinu er líka alveg eftir að utan s.s. að skipta um járnið og þá fær heldhúsið nýjann gamaldags glugga eins og er í stofuni. 
Já það er af nógu að taka í gömlu húsi!


sjónvarpsherbergið þar sem borðstofan var áður... með nýjum sléttum og fínum veggjum þar sem áður voru  amk tvær gerðir af 70´s vegg klæðningum og komnir nýjir gólf og loftlistar.
svo ekki sé talað um að nú er ekki lengur hurð inní eldhús.


Innréttingin er frá Ikea og það er ótrúlega þægilegt að gera keypt allt þar, heimilistækin blöndunartækin og jafnvel það sem þarf að endurnýja í skápunum.
Hann setti ekki upp neina efri skápa en ætlar að sjá til með hillur ef það þarf..... 
En það þarf nú ekki mikið eldhús fyrir bara hann og litlu dóttur hans.og hann ákvað að setja upp létta og opna "morgunverðar" eyju... svona til að setjast með minni máltíðir í eldhúsinu. En svo er hann með stóra eldhúsborðið, sem hann gerði sjálfur fyrir mig í smíðinni, (en ég þarf alltaf að vera að breyta hjá mér og skipta um hitt og þetta) sem nýtist þegar fleiri eru í mat.


Það er ótrúlega gaman að því hvernig hann hefur verið að nota liti á heimilinu, með hvítu, gráu og dökkum við. Svo ég málaði þennann kertastjaka fyrir hann og notaði þá liti sem sjást hjá honum hér og þar...... og fleyra á væntanlega eftir að bætast við td í veggskrauti ofl.


Þessi skenkur er td algjört æði og setur svip sinn á allt rýmið.
Sjáið meira um hann hér:

Skenkur málaður í fallegum björtum lit með Milk Paint.
og má svo ekki bjóða ykkur í betri stofuna hjá þessum unga myndarlega manni? 
(segir ofur stolta mamman :)Pabbi hans smíðaði kerta arininn fyrir hann og kom með hann alveg ómálaðann svo ég fékk að mála hann með mjólkurmálninguni og við völdum að hafa hann gráann og með hvítu vaxi yfir. 


Mér finst stofan æðisleg hjá honum, hún er stílhrein en samt svo hlíleg og kósý 

Þakka ykkur fyrir  innlitið 
og um leið og við bætum einhverju við eins og td nýjar myndir á veggina og smáatriðið í eldhúsið þá mun ég örugglega leifa ykkur að fylgjast með því.

Við óskum svo Madda og Írisi Lind til hamingju með fallega heimilið sitt og takk fyrir að leifa okkur að fylgjast með

Eigið góða helgi
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips

Monday, March 20, 2017

Heima Hjá Litlu Systir og Fjölskyldu

Fyrir áramótin málaði ég snyrtiborðið hennar systur minnar svo dóttir hennar gæti tekið við því,
og gerði í framhaldi  bloggpóst um það, sem varð fljótt einn af mínu vinsælustu.
(Sjáið allt um snyrtiborðið hér)


Þegar ég myndaði snyrtiborðið smellti ég af nokkrum myndum í viðbót á heimilinu og langar að deila þeim með ykkur þó það sé orðið nokkuð langt síðan þær voru teknar.
Myndirnar eru frá því daginn fyrir gamlársdag, svo það hefur áhrif.
Byrtan var ekki góð og þó ég sleppi myndum af jólaskrauti þá eru mandarínur í skál og ljósa stjörnur í gluggum.... 
Svo það er eins gott að drífa þessar myndir í loftið! ekki satt?


Eldri heimsætan fékk snyrtiborðið,
 en litla systir hennar á án vafa krúttlegasta herbergið í húsinu og býður uppá jarðaberjaköku, möffins og ljúfengt te þegar komið er til hennar.


Hún er með velbúið eldhús og þessi unga dama passar vel uppá að alltaf sé allt í röð og reglu og veit nákvæmlega hvar hvernig hún vill hafa allt sitt.


Er þetta ekki dásamlega krúttlegt og fallegt?


Veisluborðið hennar er sófaborð sem fanst á nytjamarkaði og var málað með Milk Paint...
gömul sófaborð geta nefnilega verið fullkomin borðstofuborð fyrir lítið fólk.


Te og tertusneið einhver?


Svo er það töffarinn sjálfur,
10 ára fótboltastrákurinn....


sem lifir fyrir fótboltann og hefur rosalega gaman að alls konar þrautum, eins og töfrateningnum og svo ótrúlega mörgu öðru.


Niðrí kjallaranum býr svo 18 ára dóttirin...


sú sem á fallega snyrtiborðið,
 sem var málað með milk paint typewriter!


jú jú þessi býr þarna líka. 


Svo er það þetta súper huggulega herbergi.Ókey förum aðeins upp aftur ......


Munið að myndirnar eru teknar í desember....
og nú langar mig bara í djúsí mandarínur!


Við vorum að gera klárt fyrir áramóta partý fjölksyldunar svo að ferskar fallegar rósir voru komnar á borðið.Ég gjörsamlega dýrka þennan kertaarin 

Þetta er bara svo fallegt!


 Ljósastjörnur í glugganum , piparkökuhús i bakgrunni, mandarínur og dagsbyrtan að hverfa um miðjan dag.....
dásamlegur árstími en nú má vorið fara að koma.
Takk fyrir að kíkja með mér.

Stína.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Best Blogger Tips